Ætlum við að sækja fram eða lepja dauðann úr skel?

Vilja félagsmenn í Verk Vest sætta sig við 3 – 4% launahækkanir eins og Samtök atvinnulífsins hafa boðið eða vilja félagsmenn fylkja sér um réttmætar kröfur samninganefndar félagsins um hækkun lægstu launa? Þessari spurningu hvet ég allt launafólk til að svara og ákveða í framhaldinu hvort sótt verði fram með réttmætar kröfur um réttmætar kjarabætur […]