Raggagarður í Súðavík 10 ára – öllum félagsmönnum Verk Vest boðið í afmælishátíð

Þann 6. ágúst 2005 varð draumur Vilborgar Arnarsdóttur að veruleika, fyrsti fjölskyldugarðurinn á Vestfjörðum var opnaður þann dag fyrir 10 árum. Upphaf og tilurð Raggagarðs má rekja til þess að Vilborg, eða Bogga eins og hún er kölluð í daglegu tali, vildi heiðra minningu sonar síns, Ragnars Freys Vestfjörð, sem lést í bílslysi í Súðavík […]