Ágallar í kjarasamningi Verk Vest lagfærðir

Ríkissáttasemjari boðaði viðsemjendur í kjaradeilu sjómanna til fundar í dag til að fara yfir ágalla sem voru á undirrituðu eintaki Verkalýðsfélags Vestfirðinga og lagfæra. Efnisatriðum samningsins var ekki breytt heldur var eingöngu verið að leiðrétta nafn samningsins og samræma greinar þannig að þær stemmdu við gildandi kjarasamning félagsins. Hægt er að nálgast leiðrétt eintak hér […]

Desemberuppbót 2016

Desemberuppbót skal greidd ekki síðar en 15. desember, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Fullt ársstarf telst 45 unnar vikur eða meira. Full desemberuppbót 2016 er sem hér segir: Verkafólk, starfsmenn […]

Trúnaðarráð hafnar nýgerðum kjarasamningi sjómanna

Nýr kjarasamningur sjómanna í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga sem var undirritaður aðfararnótt mánudagsins 15. nóvember hefur verið kynntur fyrir trúnaðarráði félagsins. Eftir kynningu samningsins var ljóst að sá tæknilegi ómöguleiki væri kominn upp að undirritað samningsskjal væri í raun ekki kjarasamningur félagsins. Auk þess var ljóst að upphafshækkanir í kauptryggingu og fatapeningum voru ekki þær sömu og […]