Endurnýjaður samningur í höfn – sjómenn höfnuðu aðkomu ráðherra

Mjög erfiðri samningalotu sjómanna og útgerðarmanna lauk með undirritun kjarasamninga kl.hálf þrjú aðfaranótt laugardags. Sjómenn áttu samtal við ráðherra um viðurkenningu á dagpeningagreiðslum þannig að sjómenn sætu við sama borð og aðrar stéttir. áherslur sjómanna mættu ekki skilningi ríkisvaldsins. Samningamenn sjómanna höfnuðu því aðkomu ríkisvaldsins enda náði tillaga ráðherra í fæðismálum eingögnu til hluta sjómanna. […]
Áríðandi orðsending til sjómanna í Verk Vest

Þegar þessi orð eru skrifuð klukkan að verða hálf þrjú aðfararnótt laugardags er verið að undirrita endurnýjaðan kjarasamning sjómanna við útgerðarmenn. Eins og staðan er núna má gera ráð fyrir kynningu samningsins strax á laugardeginum bæði á Ísafirði og Patreksfirði. Ef allt gengur upp má gera ráð fyrir að kynningarnar verði kl.16.00 á báðum stöðum. […]