Miðstjórn ASÍ ályktar um hroka og skort á samfélagslegri ábyrgð forsvarsmanna sjávarútvegsfyrirtækja

„Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir þungum áhyggjum af fyrirhugaðri fækkun á störfum í fiskvinnslu víða um land. Hótanir forsvarsmanna fyrirtækja í sjávarútvegi um flutning á störfum fiskverkafólks úr landi lýsa miklum hroka og skorti á samfélagslegri ábyrgð. Slíkar hótanir kalla á endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar þar sem tekið yrði sérstaklega á þessum vanda til að tryggja betur atvinnuöryggi […]