Aukið mótframlag 1. júlí – val um ráðstöfun iðgjalds

Hagur sjóðfélaga vænkast um næstu mánaðamót þegar framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð þeirra hækkar um 1,5%. Þetta er önnur hækkun af þremur til jöfnunar lífeyrisréttinda sem samið var um í kjarasamningum ASÍ og SA í janúar 2016. Til að framfylgja ákvæðum kjarasamningsins var samþykktum Gildis-lífeyrissjóðs breytt á aukaársfundi í gær. Allt viðbótariðgjaldið fer í samtryggingardeild nema […]