Réttindamál kynnt fyrir nýbúum

Þau eru fjölbreytt verkefnin sem koma inn á borð verkalýðsfélaganna. Á dögunum héldu Verkalýðsfélag Vestfirðinga í samstarfi við verkefnisstjóra mótttöku flóttamanna kynningafund um réttindi á vinnumarkaði fyrir nýbúa sem koma frá Írak og Sýrlandi. Ekki er það svo að formaður Verk Vest tali arabísku og naut því liðsinnis Ahmad, sem unnið hefur að móttöku flóttafólks […]

Kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands kynnt

Sá sögulegi atburður átti sér stað á samninganefndarfundi SGS að öll verkamannafélögin á Íslandi sameinuðust í eina stóra samninganefnd. Ekki verður lengur talað um Flóabandalagið og landsbyggðina, heldur ætla öll 19 félögin að vinna sameiginlega að kröfum verkafólks á Íslandi. Samninganefnd SGS er því í forsvari fyrir hátt í 60.000 félagsmanna innan ASÍ. Mjög mikill […]