Endurgreiðsla á gangnamiðum

Eins og kunnugt er hefur Spölur hætt að rukka í Hvalfjarðargöngin og tekur félagið á móti ónotuðum gangnamiðum frá félagsmönnum til endurgreiðslu. Á Ísafirði verða miðar endurgreiddir beint með peningum. Á Patreksfirði verður einnig tekið á móti gangnamiðum sem verða endurgreiddir með millifærslu frá félaginu. Við munum taka við miðum til og með 31. október […]