Starfsgreinasamband Íslands og samninganefnd ríkisins skrifa undir kjarasamning

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands, fyrir hönd 18 aðildarfélaga sinna, skrifaði í dag undir nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Helstu atriði samningsins eru sem hér segir: Laun hækka í samræmi við lífskjarasamninginn og hækka frá 1. apríl 2019. Lágmarksorlof hjá […]

Þríhliða sátt um viðbrögð við COVID-19

Ríkisstjórn Íslands, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa náð þríhliða samkomulagi um aðgerðir til þess að hægja á útbreiðslu COVID-19 veirunnar hér á landi með því að tryggja að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Mikill fjöldi launafólks hefur að tilmælum yfirvalda farið […]