Framhaldsaðalfundur Verk Vest skorar á Vinnumálastofnun

Félagsmenn Verkalýðfélags Vestfirðinga hafa búið við aukið atvinnuleysi allt frá haustmánuðum 2019. Harðast bitnar atvinnuleysið á ófaglærðu verkafólki í félaginu, sérstaklega þar sem atvinnuástand hefur verið ótryggt svo sem í minni byggðalögum á félagssvæðinu. Ekki hefur Covid19 gert okkar fólki auðveldara fyrir og má gera ráð fyrir að ástandið verði síst betra á komandi mánuðum. […]