Fjarnámskeið: Óvissa og einmanaleiki

Nú er tækifæri til að styrkja sig í leik og starfi, en þetta námskeið er ætlað þeim sem vinna við umönnunarstörf t.d. á hjúkrunarheimilum og öðrum stofnunum en er opið öllum sem málið varðar. Nánari upplýsingar á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. https://www.frmst.is/nam/endur-_og_simenntun/Ovissa_og_einmanaleiki/

Stéttarfélög skipverja taka saman höndum

Stéttarfélög skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 funduðu með lögmönnum í morgun um sameiginlegar aðgerðir vegna framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. og hunsun á tilmælum yfirvalda um viðbrögð við hópsmiti um borð í togaranum. Stéttarfélögin telja þessa framgöngu vítaverða og hafa ákveðið bæði að kæra málið til lögreglu og krefjast þess að fram fari sjópróf. Stéttarfélögin […]

Óvægin umræða á samfélagsmiðlum

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur til meðferðar mál skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS-270 og vill beina eftirfarandi tilmælum til þeirra sem vilja láta sig þetta mál varða: Málið er litið mjög alvarlegum augum hjá félaginu og verður málið unnið með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi. Hins vegar hefur mjög óvægin og oft á tíðum ósmekkleg umræða átt sér […]