Verkalýðsfélag Vestfirðinga/Verk Vest auglýsir eftir þjónustufulltrúa til félagsins með starfsstöð á Patreksfirði

Um er að ræða 87% starfshlutfall með vinnutíma frá kl.09:00 alla virka daga á starfsstöð félagsins á Patreksfirði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. desember 2021. Höfum ákveðið að framlengja umsóknarfrest til 15. október 2021. Ábyrgðasvið: Almenn þjónusta við félagsmenn Aðstoð í vinnuréttindamálum Umsjón netmiðlum félagsins Aðstoð við skýrslugerð Aðstoð við innheimtu og […]
Trúnaðarmannanámskeið Verk Vest – BREYTT DAGSETNING!

Verkalýðfélag Vestfirðinga í samstarfi við Félagsmálskólann heldur trúnaðarmannanámskeið dagana 25.-26. október. Námskeiðið verður haldið í Heydal í Mjóafirði. Námskeiðlýsing í fimmta hluta. Nemendur kynnast þeim þáttum sem hafa hvað helst áhrif að sjálstraust okkar. Hvernig við getum styrkt það og verið vakandi fyrir þeim þáttum sem draga úr því. Nemendur kynnast aðferðum til að vera […]
Lífskjarasamningurinn heldur gildi sínu út samningstímann

Lífskjarasamningur SA og aðildarfélaga ASÍ hvílir á forsendum sem ekki stóðust fullkomlega þar sem stjórnvöld efndu ekki öll fyrirheit í yfirlýsingu sinni dags. 4. apríl 2019. Samninganefnd Alþýðusambands Íslands og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hittust á fundi í dag um framhald Lífskjarasamningsins, en bregðist forsendur getur hvor aðili sagt honum upp fyrir kl. 16. þann 30. […]