Ályktanir 32. þings Sjómannasambands Íslands um hagsmunamál sjómanna

32. þing Sjómannasambands Íslands var haldið 4. og 5. nóvember sl. Þingið sendi frá sér eftirfarandi ályktanir varðandi hagsmunamál sjómanna á Íslenskum skipum: 32. þing Sjómannasambands Íslands vítir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi harðlega fyrir að í áraraðir sé ekki gerður kjarasamningur við sjómenn um þau sjálfsögðu réttindamál sem önnur samtök launafólks hafa þegar samið um. […]

Kjaramál í upphafi þings – Drífa Snædal skrifar

Nú má greina sterka undiröldu þar sem launafólk er krafið um að afsala sér kjarasamningsbundnum launahækkunum næsta árs. Þar leggjast ýmsir á árarnar; seðlabankastjóri, þingmenn og samtök atvinnurekenda. Sömu atvinnurekendur og ákváðu að segja ekki upp kjarasamningunum fyrir einungis tveimur mánuðum bera sig nú aumlega þegar þarf að standa við samningana. Það vekur eftirtekt hversu […]