Yfirlýsing frá formönnum innan SGS vegna afsagnar Drífu Snædal, forseta ASÍ

Við undiritaðir formenn félaga innan Starfsgreinasambands Íslands viljum þakka fráfarandi forseta ASÍ fyrir farsælt og gefandi samstarf undanfarin 10 ár. Fyrst með flestum okkar sem framkvæmdastjóri SGS og síðustu fjögur ár sem forseti ASÍ. Drífa hefur verið róttæk, sýnileg og fylgt áherslum Alþýðusambands Íslands mjög vel eftir og verið hreyfingunni til sóma á allan hátt.  […]