Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur opnað Mínar síður fyrir félagsmenn á heimasíðu félagsins.
Á mínum síðum geta félagsmenn:
Sótt um styrki
Bætt fylgiskjölum við umsóknir
Séð stöðu umsókna
Uppfært persónuupplýsingar
Skoðað áður afgreiddar umsóknir
Til að fá aðgang að Mínum síðum þarftu að vera með rafræn skilríki eða Íslykil. Þú getur sótt um Íslykil inn á mínum síðum, ef þú átt hann ekki nú þegar.
Við hvetjum félagsmenn til að skrá sig inn til að prófa virkni síðunnar. Ef þið lendið í vandræðum með innskráninguna þá er starfsfólk félagsins boðið og búið að aðstoða ykkur.