Að vanda höldum við baráttudag verkalýðsins hátíðlegan með glæsilegri dagskrá.
Á Ísafirði verður safnast saman við Alþýðuhúsið og mun kröfugangan leggja af stað þaðan klukkan 14:00 í heiðursfylgd lögreglu og lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar í fararbroddi. Gengið verður að Edinborgarhúsinu þar sem hátíðardagskrá hefst að lokinni göngu.
Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar flytur tónlist
Auður Alfa Ólafsdóttir heldur ræðu
Hjördís Þráinsdóttir og Steingrímur Rúnar Guðmundsson flytja tónlist
Kómedíuleikhúsið sýnir barnaleikritið Dimmalimm
Eyþór Bjarnason fer með gamanmál
Að lokinni hátíðardagskrá í Edinborg sér Slysavarnardeildin Iðunn um kaffiveitingar í Guðmundarbúð.
Börnum á öllum aldri verður boðið í bíó. Klukkan 14:00 og 16:00 verður barnamyndin Magnús hinn magnaði sýnd í Ísafjarðarbíói, en klukkan 20:00 verður sýnd myndin AIR: Courting a legend. Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir.
Dagskrá á Suðureyri
Kl. 14:00 Kröfuganga frá Brekkukoti
Kl. 14:30 Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar
Kl. 15:00 Hátíðardagskrá í Félagsheimili Súgfirðinga, en þar verður boðið upp á kaffiveitingar undir ávarpi og tónlistarflutningi.
Dagskrá á Patreksfirði
Boðið verður í bíó í Skjaldborgarbíói klukkan 16:00. Sýnd verður myndin Magnús hinn magnaði og er aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir.