1. maí
Byggjum réttlátt þjóðfélag og tökum öll þátt í kröfugöngu stéttarfélaganna.
Á Ísafirði verður lagt af stað í kröfugönguna frá Baldurshúsinu, Pólgötu 2 kl. 14:00. Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi. Á Suðureyri verður lagt af stað frá Brekkukoti kl. 14:00 og gengið að sudlauginni þar sem hátiðarhöldin hefjast með boðsundi. Á Patreksfirði verða hátíðarhöld með hefðbundnu sniði þar sem boðið verður í kaffi í félagsheimilinu. Þá verður að vanda haldið 1. Maí BINGÓ og eru vinningarnir veglegir að vanda, en meðal vinninga er vikudvöl í olofshúsi Verk Vest og helgardvöl í orlofsíbúð félagsins. Þá hvetur 1. maí nefnd stéttarfélaganna alla sem luma á kröfuspjöldum frá opnu fundunum á Silfurtorgi í vetur til að mæta með þau í gönguna, eða jafnvel búa til ný og mæta með þau.Dagskráin á Ísafirði: Edinborg:
Ræðumaður dagsins
Matthildur Jónu og Helgadóttir feministi og framkvæmdastjóri.
Lúðrasveit tónlistaskólans
Stjórnandi Madis Maekalle.
Tónlistaratriði
Kristín Hálfdánardóttir frá Bolungarvík leikur á harmoniku.
Pistill dagsins
Guðný Harpa Henrýsdóttir.
Við heimtum aukavinnu!
Atriði úr þessari skemmtilegu sýningu sem Litli leikklúbburinn og Kómedíuleikhúsið setti upp í vetur. Sýningin er alþýðleg leik- og söngskemmtun byggð á ljóðum og lögum Jónasar og Jóns Múla Árnasona.
Kaffiveitingar í boði 1. maí nefndar
í Guðmundarbúð, Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum.
Kvikmyndasýningar fyrir börn
í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00
Ljósmyndasýning í Edinborg
Skemmtilegar ljósmyndir úr mannlífinu í gegnum tíðina. Sýningin stendur í viku.
1.Maí Hátíðarhöld Suðureyri.
Kl: 14:00
Kröfuganga frá Brekkukoti.
Boðsund í Sundlaug Suðureyrar.
Kaffihlaðborð í Bjarnaborg
1. Maí ávarp.
Árni á Vöðlum þenur Harmónikkuna
Söngur og tónlistaratriði barna.
Allir velkomnir – 1. Maí nefndin.