Helstu breytingar á sköttum og gjöldum 2014

Ýmsar breytingar voru gerðar á skattauhverfi á nýju ári og tóku þessar breytingar gildi frá 1. janúar 2014.

Skatthlutfall í miðþrepi lækkar úr 40,22% í 39,74%

Persónuafsláttur hækkar úr 48.485 kr. á mánuði í 50.498 kr. eða 605.977 kr. á ári.

Heimilt er að nýta allan (100%) ónýttan persónuafslátt maka á árinu 2014.

Skattleysismörk á mánuði 135.383 krónur.

Frítekjumark barna yngri en 16 ára hækkar úr 100.745 kr. á ári í 180.000 kr.

Sjómannaafsláttur fellur niður frá og með tekjuárinu 2014.

Skattþrep

Viðmiðunartekjur á mánuði

Staðgreiðsluprósenta

1. þrep

0 – 290.000 krónur

37,30%

2. þrep

290.001 – 784.619 krónur

39,74%

3. þrep

Yfir 784.619 krónur

46,24%

Frádráttarbært iðgjald í lífeyrissjóð
Lífeyrisiðgjald sem halda má utan staðgreiðslu er 4% af launum eða reiknuðu endurgjaldi. Heimilt er að auki að færa til frádráttar allt að 2% vegna iðgjalda samkvæmt samningi um viðbótar-tryggingavernd, enda séu iðgjöld greidd reglulega til aðila sem falla undir 3. mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Frádráttur vegna iðgjalds í séreignarsjóð hækkar 1. júlí 2014 og verður 4%.
Endurgreiðsla virðisaukaskatts
Á árinu 2014 verðu framhaldið 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu við bygggingu, endurbætur og viðhald íbúðar- og frístundahúsnæðis til eigin nota.