Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður haldinn þriðjudaginn 27. maí 2014 kl.18:30, á Hótel Ísafirði.

Áður en gengið verður til hefðbundinnar dagskrár aðalfundar verður boðið upp á léttan málsverð.
Dagskrá:

Skýrsla stjórnar
Kynntur ársreikningur fyrir starfsárið 2013
Tillögur um lagabreytingar
Tillögur um reglugerðabreytingar:
a) Sjúkrasjóðs
b) Starfs- og siðareglur
c) Vinnudeilusjóðs
Ákvörðun félagsgjalds og hlutfall í vinnudeilusjóð
Lögð fram tillaga um laun til stjórnar og nefnda
Kosning siðanefndar
Kynning á skýrslu um svarta atvinnustarfsemi
Önnur mál

Allir félagsmenn eiga jafnan atkvæðis- málfrelsis- og tillögurétt á aðalfundi og eru hvattir til að mæta og nýta sér þann rétt. Áríðandi er að staðfesta þátttöku við skrifstofu félagsins á Ísafirði í síðasta lagi mánudaginn 26. maí 2014.Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga