Launatafla starfsmanna smábátaútgerða komin á heimasíðu Verk Vest

Launatafla starfsmanna smábátaútgerða hefur nú verið birt á heimasíðu Verk Vest, en samningar hafa náðst við Landssamband smábátaútgerða og Samband smærri útgerða. Kjarasamningurinn inniheldur afturvirkni launabreytinga frá 1.febrúar sl. þannig að starfsmenn eiga von á leiðréttingu með næstu launagreiðslu. Kjarasamningurinn er byggður á þeirri launastefnu sem Starfsgreinasambandið markaði í Stöðugleika- og velferðarsamningnum sem undirritaður var […]

Nýr kjarasamningur við sveitarfélögin samþykkur með miklum meirihluta

Atkvæðagreiðlsu um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin lauk kl. 09:00 í morgun. Talningu atkvæða er lokið og var hann samþykktur með 84,27% atkvæða. Á kjörskrá hjá SGS voru 3972 manns 693 greiddu atkvæði, eða 17,45% Já sögðu 584 – eða 84,27% Nei sögðu 72 – eða 10,39% 37 tóku ekki afstöðu – eða 5,34% Nýr kjarasamningur […]

Kjarasamningur fyrir starfsfólk Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum samþykktur

Föstudaginn 5. júlí var undirritaður nýr kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðsfélags Vestfirðinga f.h. starfsfólks. Kjörfundur var haldinn í verksmiðjunni í gær hvar starfsfólk greiddi atkvæði um kjarasamninginn sem var samþykktur með 92,3% atkvæða. Nýr kjarasamningur gildir afturvikt frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028 með fjórum launahækkunum og þá síðustu 1. janúar 2027. 

Yfirlýsing frá Sjómannasambandi Íslands

Sjómannasamband Íslands sem Verk Vest er aðili að hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Af gefnu tilefni. Reykjavík 8. júlí 2024 Yfirlýsing Sjómannasambands Íslands vegna frávika frá aðalkjarasamningi. Sjómenn ganga í störf hafnarverkamanna og taka að sér löndun eftir langa útiveru. Sjómannasamband Íslands leggur það ekki í vana sinn að hlutast til um kjarasamninga annara […]

Nýr kjarasamningur við Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum undirritaður

Á föstudaginn 5. júlí var undirritaður nýr kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðsfélags Vestfirðinga f.h. starfsfólks. Nýr samningur er í anda kjarasamnings SGS varðandi launaliðinn og eru launahækkanir því sambærilegar í krónum og prósentum. Kjarasamningurinn gildir afturvikt frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028 með fjórum launahækkunum og þá síðustu 1. janúar 2027.  Kjarasamningurinn […]

Nýr kjarasamningur við ríkið samþykktur yfirgnæfandi meirihluta

Atkvæðagreiðslu er lokið hjá 18 aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands, vegna nýs kjarasamnings SGS og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs sem undirritaður var 25. júní síðastliðinn. Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna stóð yfir dagana 1.-8. júlí. Á kjörskrá voru 1.309 manns og var kjörsókn 22,84%. Já sögðu 87,96%, nei sögðu 7,69% og 4,35% tóku ekki afstöðu. Samningurinn var því samþykktur […]

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin er hafin

Verkalýðsfélag Vestfirðinga auglýsir hér með rafræna atkvæðagreiðslu um nýgerða kjarasamninga SGS við Samband sveitarfélaga. Atkvæðagreiðslan hefst föstudaginn 5. júlí og stendur til kl. 09:00 mánudagsins 15. júlí 2024. Kosningarétt hefur allt félagsfólk Verkalýðsfélags Vestfirðinga (Verk Vest) sem starfar samkvæmt kjarasamningi við Samband Sveitarfélaga. Ákvörðunin er ykkar, og eru allt félagsfólk hvatt til að kynna sér […]

Skrifað undir nýjan kjarasamning við sveitarfélögin – atkvæðagreiðsla hefst í dag

  Nýr samningur gildir afturvirkt frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 og verður kynntur félagsfólki á næstu dögum. Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hefst föstudaginn 5. júlí kl. 12:00 og lýkur mánudaginn 15. júlí kl. 09:00. Nálgast má frekari upplýsingar um samninginn og atkvæðagreiðsluna á upplýsingasíðu um samninginn sem opnuð verður um leið og […]

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Fjármálaráðuneytið er hafin

Kæri félagsmaður ! Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga SGS við Fjármálaráðuneytið Verkalýðsfélag Vestfirðinga auglýsir hér með rafræna atkvæðagreiðslu um nýgerða kjarasamninga SGS við Fjármálaráðuneytið. Atkvæðagreiðslan er hafin og stendur til kl. 09:00 mánudagsins 8. júlí 2024. Kosningarétt hefur allt félagsfólk Verkalýðsfélags Vestfirðinga (Verk Vest) sem starfar samkvæmt kjarasamningi við Fjármálaráðuneytið. Ákvörðunin er ykkar, og eru allt félagsfólk […]

Nýr kjarasamningur undirritaður fyrir félagsfólk Verk Vest hjá ríkisstofnum

18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu í gær nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð og gildir samningurinn frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samningurinn er á svipuðum nótum og aðrir þeir samningar sem ríkið hefur gengið frá að undanförnu. Samningnum fylgja nýjar launatöflur og munu laun hækka afturvirkt frá 1. apríl 2024. Samkvæmt launatöflu […]

Tungumálatöfrar 2024

Tungumálatöfrar er íslenskunámskeið með listsköpun og leik fyrir 5 – 9 ára börn sem fer framí grunnskóla Önundarfjarðar á Flateyri dagana 6. – 11. ágúst 2024. Námskeiðið er sérstaklegahugsað fyrir íslensk börn sem fæðst hafa eða flutt erlendis frá til Íslands og börn af erlendum upprunasem sest hafa að hér á landi, en námskeiðið er […]

Gjaldskrár leikskóla á Vestfjörðum: Reykhólahreppur og Súðavíkurhreppur með lang lægstu leikskólagjöldin

Þegar Stöðugleika- og velferðar kjarasamningurinn var undirritaður í mars sl. var mörkuð stefna þar sem verkalýðshreyfingin samþykkti að fara fram með hóflegar launahækkanir. Gegn því áttu opinberir aðilar að leggjast á eitt við að bæta efnahagslegt umhverfi fyrir almenning, sér í lagi barnafólk. Liður í því var samkomulag um að gjaldskrárhækkanir á leikskólum yrðu ekki […]

Verkalýðsfélag Vestfirðinga auglýsir eftir þjónustufulltrúa á skrifstofu félagsins á Patreksfirði

Um er að ræða 87% starfshlutfall með vinnutíma frá kl.09:00 alla virka daga á starfsstöð félagsins á Patreksfirði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst. Ábyrgðasvið: Almenn þjónusta við félagsmenn Aðstoð í vinnuréttindamálum Skýrslugerð Innheimta skilagreina Rafrænar skráningar Símsvörun og önnur tilfallandi skrifstofustörf Hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfi – (Stúdentspróf eða hagný […]

Ertu sjómaður eða vinnur þú bara á sjó?

Dagur sjómanna Sjómenn eiga sinn dag, sjómannadaginn, sem var mikill hátíðardagur áður fyrr. Haldin var hátið í hverju einasta þorpi, enda var gert út frá hverju einasta þorpi. Síðustu áratugi hefur útgerð færst á færri hendur, sjómönnum hefur fækkað til muna og umfang sjómannadagsins minnkað samhliða því. Tímarnir hafa breyst, bæði útgerð og sjómenn hafa […]

Sjómannadagurinn

Sjómennska of fiskveiðar hafa komið Íslandi og Íslendingum þangað sem við erum í dag og lagt grunninn að velsæld lands og þjóðar, sterkan grunn sem hefur gert öðrum atvinnugreinum kleyft að hasla sér völl og skapa sterkt samfélag. Til að koma okkur á þann stað sem við erum í dag hafa sjómenn þurft að færa […]

Dagskrá Sjómannadagshelgarinnar á Vestfjörðum

  ***  Ísafjörður  *** Laugardagur Kl. 14:00 – 16:00 Spilabingó í Guðmundarbúð í boði Verk Vest í umsjón slysavarnardeildarinnar Iðunnar. Kaffiveitingar og candyfloss í hléi. ÖLL FJÖLSKYLDAN VELKOMIN. Vinningar fyrir alla aldurshópa. AÐGANGUR ÓKEYPIS. Slysavarnardeildin Iðunn afhendir hafnarstjóra björgunarvesti fyrir börn á höfnina. Sunnudagur Kl. 09:30 Sjómannamessa í Hnífsdalskapellu. Blómsveigar lagðir að minnismerki sjómanna. Kl. […]

Skýringar varðandi breyttar reglur um orlof

Í kjarasamningunum sem samið var um á almennum markaði og voru undirritaðir 7. mars sl. varð breyting á ávinnslu orlofs, en þessar breytingar tóku gildi 1. maí sl. Textinn í kjarasamningnum er eftirfarandi: Frá og með 1. maí 2024 breytist orlofsávinnsla sem hér segir (orlof sem kemur til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí […]

Aðalfundur 2024 verður haldin í Bryggjusal Edinborgarhússins á Ísafirði

    Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður haldinn þriðjudaginn 14. maí kl.18.00 í Bryggjusal Endiborgarhússins á Ísafirði. Félagsfólk er beðið að tilkynna þátttöku á postur@verkvest.is eða í síma 4565190. Einnig verður hægt að taka þátt gegnum Teams fjarfund. Boðið verður upp á kvöldverð í upphafi fundar.  Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 24.gr laga félagsins  Önnur mál  Þrír heppnir þátttakendur verða dregnir […]

Réttindin duttu ekki af himnum ofan!

Í dag er alþjóðlegur báráttudagur verkafólks, fólksins sem barist hefur fyrir þeim réttindum sem í dag, öllum þykja sjálfsögð og eðlilegur huti samfélagsins. Hinsvegar er til fólk sem finnst verkalýðsbarátta algjörlega tilgangslaus og sumir ganga svo langt að segja verkalýðsfélög óþörf! Ok, ekkert mál. Ef stéttarfélögin eru bæði tilgangslaus og óþörf viltu þá ekki sleppa […]

Hátíðarhöld 1.MAÍ 2024

   Að vanda höldum við uppá 1.Maí með glæsilegri dagskrá  Á Ísafirði verður safnast saman við Alþýðuhúsið og mun kröfugangan leggja af stað þaðan klukkan 14:00 í heiðursfylgd lögreglu og lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar í fararbroddi. Gengið verður að Edinborgarhúsinu þar sem Hátíðardagskrá hefst að lokinni göngu. Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar flytur tónlist  Bergvin Eyþórsson heldur ræðu  […]