Atvinna! – Staða umsjónarmanns fyrir Orlofsbyggðina í Flókalundi

Stjórn Orlofsbyggðarinnar í Flókalundi óskar eftir að ráða umsjónarmann byggðarinnar í fullt starf frá og með 1. maí 2024. Árlegur starfstími umsjónarmanns  er á tímabilinu 1. maí  til 30. september.  Leitað er eftir handlögnum einstaklingi eða tveimur samhentum einstaklingum til að hafa umsjón með umhverfi, orlofshúsum og sundlaug byggðarinnar. Umsækjandi þarf einnig að geta sinnt […]

Staða launafólks í upphafi árs – Ný könnun Vörðu

Kæri félagsmaður. Nú þurfum við hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga á ykkar hjálp að halda. Við viljum biðja ykkur að taka þátt í könnun um stöðu ykkar. Það tekur stuttan tíma og öll sem taka þátt komast í pott og geta unnið 40.000 króna gjafakort. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi skjali. Dear member. We at […]

Losnaði íbúð í Sunnusmára um áramót

Félagsmenn athugið  það var að losna íbúð um áramótin frá 29 desember til 5 janúar stór íbúð  fyrstur kemur fyrstur fær  opið til klukkan 15:00 í dag

Fræðslusjóðir bæta inn nýju ákvæði við reglur sínar til að bregðast við misnotkun á fræðslustyrkjum

Misnotkun á fræðslusjóði og viðurlög  Umsækjandi sem reynist hafa gefið rangar eða villandi upplýsingar og eða notar fölsuð gögn við styrkumsókn missir rétt sinn til styrks í 36. mánuði. Hafi umsækjandi fengið greidda styrkupphæð á grunvelli falsaðra og eða rangra gagna, er heimilt að krefja viðkomandi um endurgreiðslu á heildarupphæð styrks auk dráttarvaxta. Stjórn sjóðsins […]

Lokað

Skrifstofan á Patreksfirði verður lokuð frá fimmtudeginum 08.02.2024 til hádegis á mánudag 12.02.2024  Á Ísafirði lokar klukkan 12:00 föstudaginn 09.02.2024   Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda.

Lausar íbúð í Sunnusmára

Vegna forfalla losnaðu tvær íbúðir í Sunnusmára  frá 15.desember til 22 desember og svo önnur 15.desember til 18.desember  Fyrstur kemur – fyrstur fær!

Staða fatlaðs fóks afleit – Ný könnun Vörðu

Þrátt fyrir að Ísland standi vel á öllum alþjóðlegum mælikvörðum um efnahag og jöfnuður mælist hér mikill ríkir hér kerfisbundinn vandi þegar kemur að stöðu og lífsskilyrðum fatlaðs fólks á Íslandi. Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki […]

Eru sjómenn öruggir á sjó?

Þegar sjómaður stígur á skipsfjöl er hann kominn undir Sjómannalög (nr.35/1985) sem eru mjög ólík lagaumhverfi þeirra sem vinna í landi og þrengja verulega að því sem við hugsum sem sjálfsögð mannréttindi í dag. Skipstjóri hefur „alvald“ um borð í skipi sem trompar rétt skipverja, en á móti hefur skipstjóri þá skyldu að gæta hagsmuna […]

Desemberuppbót 2023 – kannaðu þín réttindi

Kjarasamningum samkvæmt fær launafólk greidda desemberuppbót, en skilyrði uppbótar má finna í viðeigandi kjarasamningi sem finna má á kjaravef Verk Vest. Hér eru upplýsingar um upphæðir og síðasta greiðsludag miðað við 100% starf: Almennur vinnumarkaður: Kr. 103.000 sem greiðist í síðasta lagi 15. desember (flestir atvinnurekendur greiða þetta út með launum 30.nóv.) Ríkisstarfsmenn: Kr. 103.000 sem greiðist 1. […]

Breytingar á reglum/skilyrðum fræðslusjóða

Stjórnir fræðslusjóðanna Landsmenntar, Sveitamenntar Ríkismenntar og Sjómenntar hafa samþykkt breytingar á eftirfarandi skilyrðum vegna náms eða námskeiðs erlendis. Sjá má regluna í heild sinni hér að neðan með breytingunum sem eru feitletraðar: Vegna umsóknar um styrk fyrir nám eða námskeið erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og á ensku. Þá verður […]

Kvennafrí (kvennaverkfall)

Á degi Sameinuðu þjóðanna, þann 24. Október 1975 var haldið kvennafrí á Íslandi í fyrsta skipti og vöktum við heimsathygli fyrir, en hvað er kvennafrí? Konur sameinuðust í baráttu fyrir því að framlag þeirra til samfélagsins verði virt að verðleikum, þá bæði á vinnumarkaði og á öðrum vettvangi. Konur tóku sér frí frá vinnu þennan […]

Skrifstofur Verk Vest lokaðar á kvennafrídegi

Þann 24. október 2023 munu konur og kvár leggja niður störf í heilan dag til að mótmæla vanmati á vinnuframlagi kvenna og kynbundnu ofbeldi. Á Ísafirði kl. 14:00 er ráðgert að hittast á Silfurtorgi og sameinast þar. Konur eru hvattar til að koma með skilti en það verða einhver skilti á staðnum. Farið verður fylktu […]

Kjarakönnun í aðdraganda kjarasamninga

Kæri félagi í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga   Kjarasamningar eru lausir snemma á næsta ári. Mikilvægur liður í undirbúningi kjaraviðræðna er að Verkalýðsfélag Vestfirðinga fái upplýsingar um áherslur félagsfólks. Í könnuninni spyrjum við um hvaða atriði það eru sem skipta þig mestu máli í næstu kjarasamningum. Góð þátttaka í könnuninni er lykilforsenda þess að félagið geti byggt kröfur […]

Kjarasamningur SGS og sveitarfélagasamþykkur

Atkvæðagreiðslu um framlengdan kjarasamning SGS við Samband Sveitarfélaga er nú lokið og liggja niðurstöður fyrir. Á kjörskrá voru 5.950 manns og var kjörsókn 14,62%. Já sögðu 684 eða 78,62%. Nei sögðu 144 eða 16,55%. 4,83% tóku ekki afstöðu.  Samningurinn var samþykktur með rúmlega 78% þeirra sem greiddu atkvæði. Nýjar launatöflur hjá starfsfólki sveitarfélaga taka því […]

Nýr kjarasamningur við Samband sveitarfélaga

Fyrr í dag var undiritaður nýr kjarasamningur milli Sarfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn er framlenging á launatöflusamningi sem gildir til 30. september og gildir nýr samningur til 31. mars 2024. Helstu atriði samningsins varða kjarabætur fyrir einstök starfsheiti á leikskólum og í heimaþjónustu ásamt því að ný launatafla með starfaröðun upp í launaflokk […]

Lokað á Ísafirði vegna Fræðsludags

 Vegna fræðsludags hjá starfsfólki Verk vest á Ísafirði verður lokað dagana 6-7 september  Hægt er að skila lyklum í póstkassa í anddyri Verk vest

Framhaldsaðalfundur Verk Vest mánudaginn 4. september

Samkvæmt ákvörðun aðalfundar félagsins þann 8. maí 2023, boðar stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga til framhalds aðalfundar mánudaginn 4. september kl.18.00 í fundarsal félagsins í Alþýðuhúsinu á Ísafirði. Einnig er hægt að taka þátt gegnum fjarfund og er félagsfólk hvatt til að nýta sér þann möguleika. Dagskrá: 1. Afgreiðsla ársreiknings 2022 2. Önnur mál Stjórn hvetur félagsfólk […]

LOKUM Á LANDSBYGGÐINNI – SKILABOÐIN ERU SKÝR

Yfirlýsing frá stjórnum Félags járniðnaðarmanna á Ísafirði og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga. Fyrirtækið 3X-stál var stofnað af Ísfirðingum árið 1994 og hefur verið starfrækt á Ísafirði síðan. 3X-stál hefur allar götur síðan verið leiðandi í framleiðslu á hátæknibúnaði fyrir matvælaiðnað. Breytingar á eignarhaldi hafa orðið síðari ár og nú á síðasta ári eignaðist þýska fyrirtækið Baader fyrirtækið […]

Breytingar á úthlurnarreglum orlofshúsa og íbúða um Jól og Páska

Ákveðið hefur verið að breyta úthlutunar reglum fyrir orlofshús og íbúðir félagsins kringum jól og páska. Með breytingunum þarf félagsfólk ekki að sækja sérstaklega um þessi tímabil. Með breytingunum verður punktafrádráttur um jól og páska felldur niður. Breyttar reglur taka gildi frá og með 1. júlí 2023 og verður þá hægt að bóka sumarhús og íbúðir […]

Nýr kjarasamningur við ríkið samþykktur

Atkvæðagreiðslu er lokið hjá 18 aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands, vegna nýs kjarasamnings SGS og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs sem undirritaður var 15. júní síðastliðinn. Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna stóð yfir dagana 16.-21. júní. Á kjörskrá voru 1.418 manns og var kjörsókn 24,26%. Já sögðu 92,44%, nei sögðu 4,65% og 2,91% tóku ekki afstöðu. Samningurinn var því samþykktur […]

Skrifað undir nýjan kjarasamning við ríkið – atkvæðagreiðsla hefst í dag

Samninganefnd SGS skrifaði undir nýjan kjarasamning við ríkið eftir hádegi í gær. Mjög góður árangur náðist við samningagerðina og það án verkfallsátaka. Samið var um krónutöluhækkanir á taxta og er meðal launahækkun á virka taxta um kr. 43.000 allt eftir innröðun í launatöflu á viðkomandi stofnun. Laun verða leiðrétt afturvirkt frá 1. apríl 2023.  Ekki […]

Hópuppsögn – Hólmadrangi lokað

Hólmadrangi lokað Í gær, þann 14. júní var starfsfólki Hólmadrangs á Hólmavík tilkynnt um fyrirhugaða lokun hjá fyrirtækinu og að öllum starfsmönnum verði sagt upp störfum frá og með 30. júní nk. Um er að ræða 21 starfsmann í heildina, en þar af eru 18 félagsmenn Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Burðarliður í atvinnulífi Hólmvíkinga í  58 ár […]

Dagskrá Sjómannadagshelgarinnar

DAGSKRÁIN Á ÍSAFIRÐI Laugardagur Kl. 10:00 – 17:00 Sjóminjasafnið Neðstakaupstað o Aðgangur ókeypis Kl. 13:00 – 15:00 Skemmtidagskrá við Guðmundarbúð í boði Verk Vest í umsjón slysavarnardeildarinnar Iðunnar o Hoppikastalar o Grillaðar pylsur og drykkir með o Kaffi og konfekt Sunnudagur Kl. 09:30 Sjómannamessa í Hnífsdalskapellu o Blómsveigar lagðir að minnismerki sjómanna Kl. 10:00 – […]

Af hverju eru sjómenn samningslausir?

Þann  9. febrúar var skrifað undir kjarasamning fyrir sjómenn í húsakynnum Ríkissáttasemjara eftir langar og vinnusamar samningaviðræður. Mörgum brá við þar sem viðræðurnar höfðu ekki verið mikið í fjölmiðlum en í þetta skiptið höfðu aðilar þokast nær og nær samkomulagi á löngum tíma. Þegar hyllti undir samning voru samninganefndir kallaðar í hús og afurðin af […]