Jólablað Verk Vest komið í prentun

Jólablað Verk Verk er komið í prentsmiðjuna og verður væntanlega komið í dreifingu öðru hvoru megin við komandi helgi. Að vanda er blaðið stútfullt af fréttum og fróðleik um kjaramál og öðru sem tengist starfsemi félagsins. Einnig er í blaðinu stuttur kafli úr nýútkomnu öðru bindi af Vindur í seglum sem er atvinnu- og mannlífssaga okkar Vestfirðinga. Uppskirftir, verðlaunkrossgátan og annað léttmeti fylgir einnig að venju. Mjög áhugavert viðtal er við Fanney Pálsdóttir ráðgjafa VIRK á Vestfjörðum þar sem hún ræðir um nýtt “verkfæri” fyrir vinnustaði sem á að nýtast til að vinna á einelti og kynferðislegu ofbeldi á vinnustöðum.
Hægt verður að nálgast vefútgáfu blaðsins hér á síðunni undir helgi.