Merki Verk Vest komið á sinn stað

Nokkuð er um liðið síðan stærstur hluti merki félagsins fauk af og skildi eftir sig frekar ljótt sár á vegg húsnæðis Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Höfðu gestir og gagngandi orð á því að ástandið væri félaginu til skammar. Nú hefur verið unnin bragarbót þar á, en starfsmenn 3X – Technology sáu um hönnun og uppsetningu á merkinu.