Drífa Snædal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri
Starfsgreinasambands Íslands, SGS, og tekur til starfa 17. september næstkomandi.
Fráfarandi framkvæmdastjóri, Kristján Bragason starfar við hlið Drífu til
áramóta.
Drífa hefur nýlokið meistaragráðu í vinnumarkaðsfræðum frá
háskólanum í Lundi í Svíþjóð en er einnig menntuð tækniteiknari frá Iðnskólanum
í Reykjavík og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Áður hefur hún starfað
sem framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samtaka um
Kvennaathvarf. Drífa hefur látið sig málefni vinnumarkaðarins varða bæði í
gegnum Iðnnemasamband Íslands á árum áður og í gegnum nám sitt. Í lokaverkefni
sínu í viðskiptafræði fjallaði Drífa um kjarasamningagerð og launamun kynjanna
en meistararitgerðin fjallaði um lagaumhverfi starfa sem unnin eru inni á heimilum.
Þá hafa jafnréttismál verið henni hugleikin og hefur hún skrifað fjölmargar
greinar og pistla á því sviði. Drífa er búsett í Reykjavík ásamt dóttur sinni.
Starfsgreinasambandið býður Drífu velkomna til
starfa og óskar henni velfarnaðar í störfum sínum fyrir sambandið.
Normal
0
21
false
false
false
IS
X-NONE
X-NONE
/* Style Definitions */
table.MsoNormalTable
{mso-style-name:”Table Normal”;
mso-tstyle-rowband-size:0;
mso-tstyle-colband-size:0;
mso-style-noshow:yes;
mso-style-priority:99;
mso-style-qformat:yes;
mso-style-parent:””;
mso-padding-alt:0cm 5.4pt 0cm 5.4pt;
mso-para-margin-top:0cm;
mso-para-margin-right:0cm;
mso-para-margin-bottom:10.0pt;
mso-para-margin-left:0cm;
line-height:115%;
mso-pagination:widow-orphan;
font-size:11.0pt;
font-family:”Calibri”,”sans-serif”;
mso-ascii-font-family:Calibri;
mso-ascii-theme-font:minor-latin;
mso-fareast-font-family:”Times New Roman”;
mso-fareast-theme-font:minor-fareast;
mso-hansi-font-family:Calibri;
mso-hansi-theme-font:minor-latin;
mso-bidi-font-family:”Times New Roman”;
mso-bidi-theme-font:minor-bidi;}