Samningar félagsins

Verkalýðsfélag Vestfirðinga á aðild að kjarasamningum fyrir landverkafólk, verslunar- og skrifstofufólk, sjómenn, byggingamenn, vélstjóra í frystihúsum og verksmiðjum, starfsfólk á veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustöðum, starfsfólk í fiskeldi, beitninga- og netagerðarfólk, starfsfólk sveitarfélaga, ríkis, t.d. starfsfólk á heilbrigðisstofnunum og hjá vegagerðinni. Þá hefur félagið gert séstakan samning um kjör starfsmanna Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, auk samninga við einstök fyrirtæki með gerð vinnustaðasamninga.

Hægt er að skoða tiltæka kjarasamninga með því að smella á Kjarasamningar hér til vinstri og síðan á viðeigandi tengla, kaupgjaldsskrár sömuleiðis. Hvort tveggja er hægt að prenta út eða vista í tölvunni hjá sér.

Nokkrir gagnlegir punktar sem vert er að hafa í huga.

 • Geymdu launaseðla.
 • Launaseðill staðfestir réttindi þín, hann er sönnun fyrir vinnuframlagi og lauagreiðslu.
 • Á launaseðlum kemur fram, hvaða kaup þú hefur, hvaða orlofsrétt þú átt og hvað hefur verið dregið af þér í skatta, lífeyrissjóð og félagsgjöld.
 • Kjarasamningur stéttarfélagsins tryggir þér lágmarksréttindi og lágmarkslaun.
 • Lágmarkstaxti er ekki lögmál, alltaf má borga betur.
 • Allir starfsmenn eiga rétt á skriflegum ráðningarsamningi.
 • Fyrir iðgjald til stéttarfélags færðu þjónustu frá stéttarfélaginu.
 • Þú öðlast rétt til sjúkradagpeninga frá stéttarfélaginu samkvæmt reglum þess.
 • Þú öðlast rétt til að nota orlofshús stéttarfélagsins samkvæmt reglum þess.
 • Þú öðlast rétt til að sækja námskeið á vegum stéttarfélagsins samkvæmt reglum þess.
 • Þú getur tekið þátt í félagslífi hjá stéttarfélaginu.
 • Nauðsynlegt er að staðfesta aðild að stéttarfélagi.
 • Jafnaðarkaup er ekki til í kjarasamningum.
 • Verktakar njóta ekki sama réttar og launafólk.
 • Leitið til stéttarfélags ef þið eruð í vafa um launakjör og réttindi

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.