Sjúkrasjóður Verk-Vest

Tekjur sjóðsins og tilgangur hans

Atvinnurekendur greiða sem svarar 1% af öllum launum verkafólks og verslunarmanna í sjúkrasjóð, nema ríki sem greiðir 0,75% og sveitarfélög sem greiða 0,33%. Í staðinn er réttur til launa í veikindum og tryggingar mun betri í kjarasamningum við þessa aðila. Af sjómönnum var fram að 30. okt. 2004 greitt 1,5% af kauptryggingu háseta í sjúkrasjóð, en iðgjald af sjómönnum er eftir þann tíma 1% af öllum launum eins og hjá öðrum á almenna markaðnum. Sjúkrasjóði er ætlað að styrkja sjóðfélaga í veikindum og öðrum áföllum sem valda tekjumissi. Sjóðurinn getur einnig varið fé til fyrirbyggjandi verkefna á sviði heilbrigðis- og öryggismála.

Sterkari saman

Sameining verkalýðsfélaga á Vestfjörðum hefur ekki síst orðið launþegum til hagsbóta hvað varðar réttindi í sjúkrasjóði. Með sameiningunni hefur orðið til öflugur sjúkrasjóður sem stendur undir miklu meiri réttindum en hægt var í mörgum smærri einingum. Þannig hafa dagpeningar sem hlutfall af launum hækkað, aðrir styrkir sem voru greiddir hjá félögunum fyrir sameiningu hafa einnig hækkað og nýir verið teknir upp. 

Greiðslur úr sjóðnum

Greiddir eru sjúkradagpeningar, útfararstyrkur, jólaglaðningur til aldraðra, styrkur vegna meðferðar við áfengis- spila- eða fíkniefnasýki, dagpeningar vegna vinnutaps vanfærra kvenna af heilsufars- eða öryggisástæðum, fæðingarstyrkur, styrkur vegna tæknifrjóvgunar, styrkur vegna dvalar á Heilsustofnun í Hveragerði og iðgjaldatengdir styrkir vegna t.d. líkamsræktar, rannsókna og hjálpartækja. Nánari upplýsingar um styrki fást með því að smella á viðeigandi tengil hér fyrir neðan.

Reglur um greiðslur

  • Dagpeningar eru greiddir mánaðarlega.
  • Umsóknir þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar til þess að ná inn í úthlutun þess mánaðar.
  • Réttur til styrks fyrnist á 12 mánuðum frá því að bótaréttur skapaðist.
  • Útreikningur bótaréttar miðast við þá dagsetningu sem bótaréttur skapast.
  • Þegar bótaréttur er fullnýttur öðlast viðkomandi ekki rétt á greiðslu á ný fyrr en greitt hefur verið af honum til sjóðsins í 12 mánuði.

Umsóknir og læknisvottorð

Umsóknir um dagpeninga og aðrar greiðslur skulu vera skriflegar. Við umsókn um sjúkradagpeninga verður að leggja fram fullgilt læknisvottorð á íslensku. Ef læknisvottorðið er tímabundið er umsækjenda bent á að endurnýja það og koma til Sjúkrasjóðs standi óvinnufærni lengur en upphaflegt vottorð sagði til um. Læknisvottorð eldri en 3ja mánaða eru ekki tekin gild þegar sótt er um sjúkradagpeninga eða bætur. Sjúkrasjóður greiðir kostnað við endurnýjun vottorða. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsins eða með því að smella á viðeigandi tengil hér fyrir neðan.

Skrárnar eru á Acrobat Reader formi. Þú getur sótt forritið með því að smella hér.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.