fimmtudagurinn 29. maí 2014

Aðalfundur ályktar um atvinnumál

Staða atvinnumála í fjórðungnum var að sjálfsögðu til umræðu á aðalfundi félagsins. Voru fundarmenn ómyrkir í máli þegar staða sjávarbyggða var rædd.


Meira

miðvikudagurinn 4. desember 2013

Fordæmir aðgerðir Íslandspósts

Á fundi stjórnar Verk Vest voru til umræðu ákvarðanir Íslandspósts um að loka póstafgreiðslum á Suðureyri og Þingeyri. Með þessari ákvörðun er búið að loka öllum póstafgreiðslum í sameinuðum Ísafjarðarbæ, en áður haföi verið lokað á Flateyri.


Meira

miðvikudagurinn 6. nóvember 2013

Ályktun um aðkomu stjórnvalda að kjaraviðræðum

Vikan framundan sker úr um hvort sátt náist um leiðir í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði. Ljóst er að á meðan ríkisstjórn Íslands með fjármálaráðherra í fararbroddi hyggst ekki eiga samræður við aðila vinnumarkaðarins munu aðildarfélög ASÍ sækja launakröfur með fullum þunga á Samtök atvinnulífsins.  Fjármálaráðherra heldur á lyklinum að víðtækri sátt á vinnumarkaði, sáttin felst í viðræðum um hugmyndir ASÍ er varðar breytingar á tekjuskatti. Mikilvægt er að hefja þær viðræður strax. Verði skattabreytingahugmyndir ASÍ að veruleika má leiða að því líkum að þær létti verulega á launakröfum á atvinnulífið í landinu ásamt því að styrkja kaupmátt ráðstöfunartekna. Kjaraviðræður byggðar á þeim grunni myndu varða leiðina að víðtækri sátt á vinnumarkaði og leggja grunn að minni verðbólgu og stöðugleika næstu misseri. Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga hvetur fjármálaráðherra til að ganga STRAX til viðræðna við ASÍ um útfærslu skattahugmynda sambandsins og tryggja þannig lausn á alvarlegri stöðu sem gæti skapast í kjaraviðræðum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir samfélagið allt.


þriðjudagurinn 1. október 2013

Stjórn Verk Vest ályktar um hópuppsögn í Kampa hf.

Vegna hópuppsagnar starfsfólks rækjuverksmiðjunnar Kampa hf. á Ísafirði sendir stjórn Verkalýðasfélags Vestfirðinga frá sér eftirfarandi ályktun.


Meira

„ Megin stoð atvinnulífs á Vestfjörðum byggir á sjávarútvegi. Það er ólíðandi að atvinnuöryggi okkar félagsmanna sé háð illa ígrunduðum ákvörðunum stjórnvalda, eins og fyrirhuguð stöðvun rækjuveiða í úthafinu þann 1. júlí 2013 er. Um 120 manns vinna við rækjuveiðar og vinnslu á Vestfjörðum. Inngrip stjórnvalda í grunnatvinnuveg okkar Vestfirðinga hafa í gegnum tíðina kippt fótunum undan heilu byggðarlögunum og valdið óbætanlegum skaða í sumum tilfellum."


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.