Fórnið ekki réttindum – aldrei of varlega farið !

Verkalýðsfélag Vestfirðinga vill koma því á framfæri við félagsmenn að þrátt fyrir að nú séu ýmsar blikur á lofti er varða atvinnuhorfur þá gilda kjarasamningar og réttindabundin ákvæði sem þeim tengjast. Um laun er samið í kjarasamningi og getur atvinnurekandi því ekki ákveðið að lækka laun einhliða. Breytingar á ráðningarkjörum eru bundnar við sama fyrirvar og uppsagnarfresturinn er í hverju tilfelli. Þrátt fyrir erfiðleika á vinnumarkaði gilda ennþá lög og reglur á vinnmarkaði og því verða báðir aðilar að hlíta.