Heilbrigðisráðherra fundar með verkalýðshreifingunni
Í samstarfi við BSRB og Starfsgreinasamband Íslands, SGS, boðaði Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, til fundar með trúnaðarmönnum verkalýðsfélaga innan heilbrigðisþjónustunnar þann 6. apríl sl. Fundarefni var staða mála og framtíðarhorfur í heilbrigðisþjónustu. Fundurinn var fjölmennur og vel sóttur af félögum af landsbyggðinni og var sérstaklega ánægjulegt að sjá hve vel var mætt frá SGS félögum. Að lokinni framsögu ráðherra var opnað fyrir umræður sem voru nokkuð líflegar.