Starfsgreinasamband Íslands – SGS – 10 ára – Baráttukveðjur til verkafólks
Þann 13. október árið 2000 var Starfsgreinasamband Íslands stofnað. Stofnaðilar voru fimmtíu félög verkafólks. Við stofnunina sameinuðust Verkamannasamband Íslands, Landssamband iðnverkafólks og Samband starfsfólks í veitinga- og gistihúsum. Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins eru nítján í dag. Það er hlutverk sambandsins að sameina verkalýðsfélög í baráttunni fyrir bættum kjörum og standa vörð um áunnin réttindi. Einnig að vera leiðandi afl innan verkalýðshreyfingarinnar og vettvangur umræðu um þróun samfélagsins í þágu launafólks.