Virðum rétt afgreiðslufólks í jólaösinni

Nú fer í hönd einn mesti annatími afgreiðslu fólks í verslunum þegar
jólaösin fer að þyngjast. Í desember eykst álag á verslunar og
afgreislufólki mjög mikið og því vert að hafa í huga nokkur mikilvæg
atriði er varða réttindi þessarra starfsmanna. Þá beinir félagið þeim
tilmælum til verslunar og afgreiðslufólks að halda vel utan um skráningu
vinnu tíma.Frídagar yfir hátíðarnar eru:Eftir kl. 12 á aðfangadag ( stórhátíðardagur)Jóladagur (stórhátíðardagur)Annar í jólum (almennur frídagur)Eftir kl. 12 á gamlársdag ( stórhátíðardagur )Nýjarsdagur (stórhátíðardagur)
Ekki er vinnuskylda
á þessum dögum og skulu launþegar halda sínum dagvinnulaunum óskertum. Auk þess
má minna á að fyrsta vinnudag eftir jól skal dagvinna í verslunum hefjast kl.
10.