Sjómannasamband Íslands – Fréttatilkynning

„…Kjarasamningar sjómanna hafa verið lausir frá upphafi ársins 2011 og hefur ekki verið mikill vilji hjá útvegsmönnum til að ljúka samningagerð við samtök sjómanna. Nú nýlega vísuðu útvegsmenn kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Í kröfugerð LÍÚ á hendur sjómönnum kemur fram hörð krafa um verulega lækkun á launum sjómanna óháð því hvort frumvarpið um veiðigjöld verður að lögum eða ekki. Auk þess hafna útvegsmenn alfarið að bæta sjómönnum þá kjaraskerðingu sem sjómenn hafa þegar orðið fyrir vegna afnáms sjómannaafsláttarins. Jafnframt eru einstaka útgerðarmenn að þvinga fram fækkun í áhöfnum skipa til að lækka launakostnað og telja þeir að þær aðgerðir komi sjómönnum eða samtökum þeirra ekkert við. Fleira af þessum toga mætti nefna…“