Hátt í 60 milljónir hafa náðst upp í launakröfur félagsmanna
Alls hefur félagið innheimt hátt í 65 miljónir í launakröfur
í umræddum gjaldþrotamálum fyrir félagsmenn á því tímabili sem um ræðir, hefur
Ábyrðgarsjóður launa greitt hátt í 60 miljónir upp í þessar kröfur þar sem ekki
voru til fjármunir í þrotabúum fyrirtækjanna. Ástæða þess að sjóðurinn greiðir
ekki alla kröfuna er að sjóðurinn tryggir eingöngu kr. 374.000 sem hámarksábyrgð
launa fyrir hvern mánuð og kr.599.000 sem hámarksábyrgð áunninna orlofslauna.
Uppæðir hámarksábyrgðar hafa ekkert breyst frá janúar 2009, sem skýtur mjög
skökku við þar sem laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um 13,75% á umræddu
tímabili. Mætti því leiða að því líkum ef hámarksábyrgðir hefðu hækkað í takt
við launahækkanir á umræddu tímabili að hámarksábyrgð launa hvern mánuð í dag
ætti að vera kr.425.500 og hámarksábyrgð orlofslauna ætti að vera kr.681.400.
Laust í íbúðir og sumarbústaði
Vegna forfalla er laust í Svignaskarði um mánaðarmótin frá 31.ágúst – 7. september. Einnig er laus íbúð í Hagamel vikuna 24. – 31. ágúst. Nú er um að gera fyrir félagsmenna að bregast fljótt við því fyrstur kemur fyrstur fær !