Kjara- og velferðarmál í brennidepli á formannafundi ASÍ

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar í setningarræðu sinni á formannafundi ASÍ. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að gefa ekki kost á samtali við verkalýðshreyfinguna þrátt fyrir fögur fyrirheit á vormánuðum. Gylfi sagði ríkisstjórnina fara fram með rangar áherslur og forgangsröðun. Mikilvægir tekjustofnar hafi verið rýrðir og horfið hafi verið af braut enduruppbyggingar […]