„Skelfilegt ástand“ segja skipverjar Júlíusar Geirmundssonar um síðustu veiðiferð

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hélt fund með skipverjum af Júlíusi Geirmundssyni í framhaldi af hópsmiti sem skipverjar urðu fyrir í kjölfar þess að útgerð hunsaði tilmæli um viðbrögð frá sóttvarnaryfirvöldum. Á þriðja tug skipverja sóttu fundinn, sem var bæði staðfundur fyrir þá sem ekki tóku þátt í umræddri veiðiferð og einnig fjarfundur fyrir þá sem höfðu sýkst […]