Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni játaði sök fyrir dómi; málinu lokið

Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni í hinni margumtöluðu Covid-veiðiferð í september og október sl. játaði sök í málinu fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í gær. Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur ekki enn upplýsingar frá fyrstu hendi varðandi málið, en samkvæmt upplýsingum félagsins var skipstjórinn dæmdur til vægrar sektargreiðslu og missi skipstjórnarréttinda í fjóra mánuði. Skipverjum er mjög létt við að […]