26. þings Sjómannasambands Íslands

Normal
0

false
false
false

MicrosoftInternetExplorer4

/* Style Definitions */
table.MsoNormalTable
{mso-style-name:”Table Normal”;
mso-tstyle-rowband-size:0;
mso-tstyle-colband-size:0;
mso-style-noshow:yes;
mso-style-parent:””;
mso-padding-alt:0cm 5.4pt 0cm 5.4pt;
mso-para-margin:0cm;
mso-para-margin-bottom:.0001pt;
mso-pagination:widow-orphan;
font-size:10.0pt;
font-family:”Times New Roman”;
mso-ansi-language:#0400;
mso-fareast-language:#0400;
mso-bidi-language:#0400;}

Verkalýðsfélag Vestfirðinga átti 3 fulltrúa á
26. þingi SSÍ sem haldið var dagan 4 – 5. desember í Reykjavík. Umræðan um
atvinnu og kjaramál var að vanda fyrirferðamikil og eins hvert skyldi stefna varðandi
hugsanlegar aðildarviðræður Íslendinga að ESB. Á þinginu flutti Aðalsteinn
Leifsson athyglisverðan fyrirlestur um stöðu Íslands ef kæmi til viðræðna um
aðildarumsókn. Má segja að fyrirlestur Aðalsteins hafi svarað mörgum spurningum
sem brunnu á þingfulltrúum svo sem hvernig yfirráðum okkar yfir auðlindum verði
háttað ef Ísland yrði aðili að ESB. Þá voru öryggis- og tryggingarmál einnig
nokkuð fyrirferðarmikil, enda mikið hagsmunamál sjómanna að forvörnum sé þannig
háttað að sem minnstar líkur séu á slysum til sjós. Í lok þings voru samþykktar tvær ályktanir,
önnur um kjara- og atvinnumál og hin um öryggis- og tryggingarmál. Þess má geta
að Sævar Gestsson fulltrúi Verkalýðsfélags Vestfirðinga var kjörinn til áframhaldandi
setu í sambandsstjórn SSÍ fyrir hönd félagsins.