Skortir þingmenn þekkingu á lífeyrissjóðum?

Hlutverk lífeyrissjóða er að greiða eftirlaun til æviloka þegar
starfsævi lýkur, greiða örorkulífeyri ef einstaklingar verða óvinnufærir
vegna örorku og styðja maka og börn við fráfall sjóðfélaga. Í
ársbyrjun 2012 áttu samtals 312.351 sjóðfélagar lífeyrisréttindi í
íslensku lífeyrissjóðunum. Af þeim eru 253.769 með gilt heimilisfang á
Íslandi eða um 80% af skráðum íbúum landsins. Á árinu 2011 fengu
86.697 lífeyrisþegar greiddan lífeyri frá lífeyrissjóðunum, samtals 79
milljarða króna. Lífeyrisþegum hefur fjölgað verulega á tiltölulega
skömmum tíma. Þannig fengu til dæmis 50.523 einstaklingar greidda 22
milljarða króna úr sjóðunum árið 2001. Fyrir liggur að lífeyrisþegum muni enn fjölga verulega á næstu árum. Björn Valur Gíslason alþingismaður sér ástæðu til að vega harkalega og ómaklega að lífeyrissjóðunum á vefsíðunni Smugunni 18. nóvember 2012. Í pistlinum eru margar fullyrðingar sem ætla verður að séu byggðar á misskilningi og vankunnáttu um hlutverk og lagareglur sem gilda um lífeyrissjóðina… “Þeir vilja ekki koma að því að létta vanda þeirra sem eru með lánsveð. Þeir vilja ekki taka þátt í að greiða vaxtabætur af húsnæðislánum sjóðfélaga. Þeir vilja ekki koma að opinberum fjárfestingum nema gegn háum vöxtum og halda þannig uppi háu vaxtastigi í landinu.Þeir berjast af hörku gegn hverskyns hugmyndum stjórnvalda um að
sjóðirnir hjálpi til við að byggja landið upp eftir Hrun. Þeir hafa
vakið upp væntingar hjá almenningi og stjórnvöldum um hugsanlega aðkomu
sína að ýmsum málum en aldrei staðið við neitt nema þá að taka þátt í
aflandskrónubissness með Seðlabankanum. Þeir eru almennt hvorki til viðræðu um lausnir eða leiðir af nokkru tagi
til að koma til móts við fólkið í landinu, fólkið sem greiðir iðgjöldin
og á sjóðina. Í raun eru lífeyrissjóðirnir verri en bankarnir þegar kemur að
skuldavanda almennings Þeir virða hvorki skriflegt samkomulag um lausnir
á þeim vanda né sýna vilja til slíkra verka.” Nánar má lesa pistil Björns hér.Lífeyrissjóðir verða að fara að lögum Lífeyrissjóðirnir
vilja vinna með stjórnvöldum á hverjum tíma og gera það en verða
jafnframt að fylgja lögum, sem Alþingi samþykkir, og reglum sem settar
eru á grundvelli þeirra laga. Sjóðirnir hafa einhuga tekið þátt í
viðræðum við stjórnvöld um fjármögnun verkefna og um skuldamál.
Stjórnum sjóðanna ber samkvæmt lögum að ávaxta fjármuni með hliðsjón af
þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar
og áhættu. Sjóðirnir hafa allt frá falli viðskiptabankanna í október
2008 lýst yfir vilja til að fjármagna opinberar framkvæmdir sem
uppfylla þessi lagaskilyrði. Nánari umfjöllun er á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóðanna.