Þríhliða sátt um viðbrögð við COVID-19

Ríkisstjórn Íslands, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa náð þríhliða samkomulagi um aðgerðir til þess að hægja á útbreiðslu COVID-19 veirunnar hér á landi með því að tryggja að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Mikill fjöldi launafólks hefur að tilmælum yfirvalda farið […]

COVID-19 og fjarvistir frá vinnu

Launafólk sem sett er í sóttkví eða sem gert er að læknisráði að halda sig heima við og umgangast ekki vinnufélaga eða annað fólk í umhverfi sínu vegna þess það sé annað af tvennu sýkt af COVID-19 eða sé hugsanlegir smitberar hans, er að mati ASÍ óvinnufært vegna sjúkdóms eða vegna hættu á því að […]

Viljum við búa í velferðarsamfélagi?

Þessa dagana geysar mikil barátta Eflingar við Reykjavíkurborg þar sem Efling vill að lægst launaða fólkið sé ekki dæmt til fátæktar, heldur geti lifað með reisn eins og aðrir. Ekki er ágreiningur uppi um hvort Ísland sé ríkt land eður ei, hér höfum við nóg fyrir alla. Spurningin sem eftir stendur er hvort við viljum […]

Félagi okkar og stjórnarmaður, Guðjón Kristinn Harðarson, verður jarðsunginn í dag frá Ísafjarðarkirkju

Í dag kveðjum við félaga okkar, Guðjón Kristinn Harðarson, hinstu kveðju. Hann lést þann 1. febrúar síðastliðinn eftir erfið veikindi. Guðjón var formaður Sveinafélags byggingamanna og síðar stjórnarmaður í Verk-Vest allt til dauða dags. Hann var mikill verkalýðssinni, bar hag verkafólks fyrir brjósti og sinnti margs konar trúnaðarstörfum fyrir Verkalýðsfélag Vestfirðinga. Hann var baráttumaður, ætíð […]

Sjómannasamband Íslands afhenti SFS kröfur sjómanna í dag

Sjómannasamband Íslands fundaði með SFS og afhenti þeim kröfur sjómanna í dag, en samningar hafa verið lausir síðan 1. desember síðastliðinn. Kröfur sjómanna eru í 15 liðum og eru eftirfarandi: Kauptrygging og aðrir kaupliðir hækki. Fiskverð verði endurskoðað. Ákvörðun á verði upsjávarafla sett í eðlilegt horf. Útgerðin greiði 3,5% mótframlag í lífeyrissjóð. Útgerðin greiði 0,3% […]

Páskavikan – opnað fyrir umsóknir

Opnað verður fyrir umsóknir um orlofshús fyrir páskavikuna 2020 föstudaginn 14. febrúar kl. 8:00. Orlofshúsin sem eru í úthlutun: Bjarnaborg, íbúðir í Reykjavík og íbúð á Akureyri, Svignaskarð og Ölfusborgir. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 24. febrúar 2020. Úthlutun fer fram 25. febrúar og munu allir þeir sem sóttu um fá senda niðurstöðu […]

Páskavikan – opnað fyrir umsóknir

Opnað verður fyrir umsóknir um orlofshús fyrir páskavikuna 2021 mánudaginn 1. febrúar kl. 9:30. Orlofshúsin sem eru í úthlutun eru íbúðir í Kópavogi og íbúð á Akureyri og sumarhúsin í Svignaskarði og Ölfusborgum. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. febrúar 2021. Úthlutun fer fram 16. febrúar og munu allir þeir sem sóttu um […]

Páskavikan – opnað fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um orlofshús Verkalýðsfélags Vestfirðinga fyrir páskavikuna 2022.  Orlofshúsin sem eru í úthlutun eru íbúðir í Kópavogi og íbúð á Akureyri og sumarhúsin í Svignaskarði og Ölfusborgum. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 10. mars 2022. Úthlutun fer fram 11. mars og munu allir þeir sem sóttu um fá senda […]

PÁSKAVIKAN – OPNAÐ FYRIR UMSÓKNIR

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um orlofshús Verkalýðsfélags Vestfirðinga fyrir páskavikuna 2023.  Orlofshúsin sem eru í úthlutun eru íbúðir í Kópavogi og íbúð á Akureyri og sumarhúsin í Svignaskarði og Ölfusborgum. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 2. mars 2023. Úthlutun fer fram 3. mars og munu allir þeir sem sóttu um fá senda […]

Samningur við sveitarfélögin samþykktur

Atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin er nú lokið og niðurstaðan afgerandi. Kjörsókn var undir væntingum, en ríflega 83% félagsmanna Verk Vest sem kusu um samninginn samþykktu hann. Verkalýðsfélag Vestfirðinga óskar félagsmönnum sínum til hamingju með samninginn.

Głosowanie sie rozpoczęło

Zostało otwarte głosowanie z powodu nowych umów zbiorowych pracujących dla gmin. Głosowanie jest otwarte do poniedziałku 9 lutego 2020r. do godziny 12.00. Broszurka informacyjna na temat tych też umów jest TUTAJ, w tym samym miejscu również można zagłosować. Wyniki wyborów tego głosowania zostaną ogłoszone 10 lutego tego roku.

Flugmiðar fyrir félagsmenn væntanlegir

Flugfélagið Ernir hefur selt Verk Vest flugmiða á afsláttarverði fyrir félagsmenn. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þessum miðum og verða þeir aðgengilegir í orlofskerfi Verk Vest öðru hvoru megin við helgi.

Atkvæðagreiðsla hafin

Nú er búið að opna fyrir atkvæðagreiðslu vegna kjarasamnings SGS og sveitarfélaganna og verður atkvæðagreiðslan opin til kl. 12:00 mánudaginn 9. febrúar. Kynningarbæklingur um hvað samningurinn inniheldur er HÉR og er kosið á sama stað. Niðurstöður kosningarinnar verða kynntar þriðjudaginn 10. febrúar.

Upplýsingar um kjarasamning SGS og sveitarfélaganna

SGS hefur útbúið upplýsingasíðu þar sem sjá má hvað nýji samningurinn inniheldur. Einnig verða þar frekari upplýsingar varðandi kosningu. Við hvetjum alla félagsmenn sem vinna undir þessum samningi að kynna sér hann vel. Hér er tengill á upplýsingasíðu SGS https://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-vid-sveitarfelogin-2020/

Opinn trúnaðarráðsfundur vegna kjarasamninga SGS og Sambands Sveitarfélaga

Haldinn verður opinn trúnaðarráðsfundur í fundarsal Verkalýðsfélags Vestfirðinga fimmtudaginn 30. janúar kl. 18:00. Kjarasamningurinn við sveitarfélögin sem var undirritaður 16. janúar verður kynntur, en atkvæðagreiðsla hefst 3. febrúar og stendur til 9. febrúar. Niðurstöður úr kosningunni verða kynntar 10. febrúar. Athugið að kosning um kjarasamninginn verður eingöngu rafræn. Íslenskur kynningarbæklingur er einnig væntanlegur til félagsmanna […]

SGS vísar kjaradeilu við ríkið til Ríkissáttasemjara

Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands, vegna kjarasamninga við Fjármálaráðherra f.h. Ríkissjóðs, samþykkti á fundi í gær, fyrir hönd 18 aðildarfélaga, að vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara. Þessi ákvörðun var tekin í framhaldi af samningafundi á miðvikudag og ganginum í viðræðum undanfarna mánuði, en kjarasamingurinn rann út 31. mars 2019. Jafnframt var farið fram á það við sáttasemjara að […]

Starfsgreinasamband Íslands og sveitarfélögin skrifa undir kjarasamning

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands, fyrir hönd 17 aðildarfélaga sinna, skrifaði í dag undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023. Helstu atriði samningsins eru sem hér segir: Laun hækka um 90.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til 1. janúar […]

Hugur okkar hjá Flateyringum og Súgfirðingum

Á stundum sem þessum verður okkur ljóst að við stjórnum ekki náttúrunni, og í litlu samfélagi sem Vestfirðir eru verðum við að þjappa okkur saman þegar hamfarir dynja á okkur. Samtakamátturinn er mikill og þegar á bjátar kemur það best í ljós. Hugur okkar er hjá Flateyringum og Súgfirðingum og þeim sem sinna hjálparstarfi í […]

Opnunartími skrifstofu yfir Jólahátíðina

Þorláksmessa lokað Aðfangadagur lokað Jóladagur lokað II Jóladagur lokað 27. des. lokað 30. des. opið kl. 10-15 Gamlársdagur lokað Nýársdagur lokað 2. jan. Opið kl. 10-16

Lokað á Patreksfirði í dag

Skrifstofa félagsins á Patreksfirði er lokuð í dag vegna veikinda. Vinsamlegast beinið erindum á skrifstofuna á Ísafirði eða á postur@verkvest.is.

Lokun vegna veðurs

Vegna slæms veðurs og enn verri veðurspár loka skrifstofur Verk Vest kl. 13:00 í dag. Vakin er athygli á tilmælum lögreglu og almannavarna um að fólk sé ekki á ferðinni.

Skil á gögnum vegna styrkja fyrir Jól

Sjúkradagpeningar, sjúkra- og fræðslustyrkir sem koma eiga til greiðslu í lok mánaðar verða greiddir út 20. desember. Þar sem útgreiðslur styrkja færast til verður síðasti skiladagur umsókna og gagna 18. desember.

Desemberuppbót 2019

Desemberuppbót skal greidd ekki síðar en 15. desember, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Fullt ársstarf telst 45 unnar vikur eða meira. Full desemberuppbót 2019 er sem hér segir: Verkafólk, starfsmenn […]

Vefútgáfa af kjarasamningi verslunar og skrifstofufólks kominn á heimasíðu félagsins

Uppfærð vefútgáfa af kjarasamningi fyrir verslunar- og skrifstofufólk er nú loksins aðgengileg á heimasíðu félagsins. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér helstu breytingar svo sem styttingu á vinnuviku. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á að þeir vinnustaðir verslunar- og skrifstofufólks sem enn hafa ekki gert samkomulag um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar […]