Sveitarfélög standi við yfirlýsingar og treysti markmið kjarasamninga

Alþýðusamband Íslands minnir opinbera aðila á að þeir beri að sýna ábyrgð til að viðhalda verðstöðugleika. Þetta kemur fram í nýlegum pistli frá ASÍ. Þar kemur einig fram að nú standi yfir gerð fjárhagsáætlana hjá sveitafélögum og þeim beri að horfa til samkomulags sem Samband íslenskra sveitarfélaga skrifaði undir í tengslum við Lífskjarasamningana. Einn af […]
Iðnaðarmenn semja við sveitafélögin

Samband iðnfélaga, Matvís og VM hafa undirritað kjarasaming við Samband íslenskra sveitafélaga. Nýr kjarasamningur gildir frá 1. nóvember 2019 – 31. mars 2023 verði hann samþykktur í atkvæðagreiðslu sem á að vera lokið 28. nóvember. Hér er hægt að skoða samninginn nánar. Af öðrum samningaviðræðum við sveitafélög og ríkið þá er SGS í viðræðum vegna […]
Afsláttarflugmiðar tímabundið uppseldir

Afsláttarflugmiðar fyrir félagsmenn Verk Vest með flugfélaginu Ernir á flugleiðinni milli Bíldudals og Reykjavíkur eru uppseldir eins og kemur fram á orlofssíðu okkar. Orlofssjóður Verk Vest hefur átt í samningaviðræðum við flugfélagið Erni um áframhaldandi afsláttarkjör og vonast til að geta boðið félagsmönnum upp á afsláttarflugmiða strax á nýju ári. Fram að þeim tíma er […]
Samninganefnd sveitafélaga vísar kjaradeilu við SGS til sáttasemjara

SGS og Eflingu barst núna eftir hádegið bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt var að sveitarfélögin hefðu einhliða ákveðið að vísa yfirstandandi kjaradeilu til Ríkissáttasemjara. Ástæðan sem tilgreind er og vísað til er ályktun sem samþykkt var í tilefni af kvennafrídeginum á þingi SGS í síðustu viku. Þar var meðal annars var fjallað […]
Opnun leigutímabils verður 18. nóvember

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur fest kaup á sex nýjum íbúðum í Sunnusmára 16-18 í Kópavogi. Nýju íbúðirnar eru í ca. 200 metra fjarlægð frá Smáralind auk þess sem fjöldi þjónustuaðila er í næsta nágrenni s.s læknar, tannlæknar ofl. Þessa dagana er unnið að því að gera íbúðirnar tilbúnar til útleigu fyrir félagsmenn. Einnig er verið að […]
Yfirlýsing frá Verkalýðsfélags Vestfirðinga vegna kjaradeilu við samninganefnd sveitarfélaga

Verkalýðsfélag Vestfirðinga lýsir yfir furðu sinni með það ægivald sem samninganefnd sveitarfélaga hefur tekið sér með því að vísa sveitarfélögum, sem greiddu lægstlaunaða starfsfólkinu innágreiðslu vegna tafa á kjarasamningsgerð, úr samningaráði sveitarfélaganna. Slík aðgerð er bæði forkastanleg og lýsir valdníðslu gagnvart minni sveitafélögum í landinu. Jafnframt lýsir stjórn félagsins yfir vonbrigðum með það sem virðist […]
Opnum fyrir umsóknir um jól og áramót föstudaginn 18. október
Opnað verður fyrir umsóknir um orlofshús Verkalýðsfélags Vestfirðinga fyrir jól og áramót 2019 föstudaginn 18. október kl. 8:00. Orlofshúsin eru sem eru í úthlutun eru: Bjarnaborg, íbúðir í Kópavogi og íbúð á Akureyri, Svignaskarð og Ölfusborgir. Umsóknarfrestur verður til 31.október og mun úthlutun fara fram þann 1. nóvember.
Verkalýðsfélag Vestfirðinga heldur fund með félagsmönnum sínum sem eiga launakröfu á West Seafood
Verkalýðsfélag Vestfirðinga heldur fund með félagsmönnum sínum sem eiga launakröfu á West Seafood Fundurinn verður haldinn í Gunnukaffi á Flateyri mánudaginn 16. September klukkan 13:00. Þar verður félagsmönnum leiðbeint um hvernig þeir skuli standa að því að leita réttar síns varðandi ógreidd laun, og kemur pólskur túlkur til með að verða á staðnum. — Verk […]
Fundað með félagsmönnum Verk Vest vegna gjaldþrots West seafood

Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood á Flateyri hefur verið útskurðað gjaldþrota, en fyrirtækinu hafði áður tekist að forða sér frá gjaldþroti í mars á þessu ári. Með gjaldþrotinu hefur í raun verið höggvið á langvarandi óvissu hjá starfsfólki fyrirtækisins um áframhaldandi rekstur þess. Fyrr á þessu árið hljóp Verk Vest undir bagga og lánaði starfsfólki vegna vangoldinnar […]
Samið um innágreiðslu vegna félagsmanna innan SGS

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar – stéttarfélags hafa undirritað samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar aðila þar sem stefnt er að gerð nýs kjarasamnings fyrir 20. október næstkomandi. Jafnframt drógu SGS og Efling – stéttarfélag til baka vísun kjaradeilu aðila til ríkissáttasemjara. Þann 1. október 2019 verður hverjum starfsmanni greidd innágreiðsla á […]
Breyttur opnunartími á skrifstofu Verk Vest á Patreksfirði í dag mánudag og á morgun þriðjudag
Þar sem starfsmaður Verk Vest á Patreksfirði þarf að sinna öðrum verkefnum fyrir félagið lokar skrifstofan kl. 15:00 í dag mánudag, og opnar kl. 12:00 á morgun þriðjudag. Félagsmenn vinsamlega snúið ykkur til skrifstofu Verk Vest á Ísafirði á meðan í síma 456 5190.
Er brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði?

Ný rannsókn ASÍ bendir til að jaðarsetning og brotastarfsemi sé umtalverð á íslenskum vinnumarkaði og bitni helst á þeim sem lakast standa. Mest er brotið á erlendu launfólki og ungu fólki – hæstu kröfurnar í ferðaþjónustu og mannvirkjagerð. Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar ASÍ, Róbert Farestveit hagfræðingur og Drífa Snædal forseti ASÍ eru hér í viðtali […]
SGS samþykkir að höfða mál fyrir félagsdómi
Ekki hefur samist við samninganefnd Sambands Íslenskra Sveitarfélaga um jöfnun lífeyrisréttinda. Deilan hefur staðið síðan 2001, en 2009 voru aðilar sammála um að ljúka þessum ágreiningi í næstu samningum. Ekki náðist samkomulag um þetta við gerð kjarasamninga 2015 og núna verður ekki samið nema að ljúka þessu máli. Hér má sjá frétt SGS um málið […]
Súðavíkurhreppur sýnir gott fordæmi

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur fengið staðfest hjá Súðavíkurhreppi að þeir gæti jafnræðis varðandi sitt starfsfólk og ætli því ekki að undanskilja félagsmenn Verk Vest varðandi eingreiðslu á laun. Að sögn Braga Þórs Thoroddsen sveitarstjóra geta félagsmenn Verk Vest sem eru í starfi hjá Súðavíkurhrepp vænst eingreiðslu þann 1. ágúst. Það þarf kjark og þor til að […]
Dapurlegar hótanir og mismunun af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga

Starfsgreinasamband Íslands (SGS mótmælir harðlega þeirri gróflegu mismunun sem Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) ætlast til að sveitarfélögin sýni gagnvart sínu starfsfólki. Kjaradeila SGS og sveitarfélaganna er í hörðum hnút og var vísað til Ríkissáttasemjara vegna þess að Samninganefnd sveitarfélaganna krafðist þess að SGS félli frá fyrirliggjandi samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda og það yrði ekki rætt […]
Laust í Ásholti 2

Vegna forfalla er íbúð 601 í Ásholti laus í helgarleigu dagana 19 – 22. júlí. Nú gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
Áskorun til bæjar- og sveitastjórna á Vestfjörðum

Vegna þeirra alvarlegu stöðu sem upp er komin í samningaviðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitafélaga hefur stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga samþykkt að senda eftirfarandi áskorun til bæjar- og sveitastjórna á félagssvæði Verk Vest. Undanfarna mánuði hefur Starfsgreinasamband Íslands (SGS), sem Verkalýðsfélag Vestfirðinga (Verk Vest) á aðild að, átt í kjarasamningsviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna félagsmanna […]
Laust á Akureyri um helgina

Íbúðin í Furulundi á Akureyri er laus núna um helgina, frá 12. – 15. júlí. Nú gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær
Laust á Akureyri, Illugastöðum og í Reykjavík um verslunarmannahelgina

Vegna forfalla er íbúðin í Furulundi á Akureyri laus um verslunarmannahelgina. Einnig er laust á Illugatöðum og í Reykjavík. Nú gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær !
Starfsgreinasambandið ítrekar ábyrgð fyrirtækja sem nýta sér starfsmannaleigur

Starfsgreinasamband Íslands lýsir yfir stuðningi við baráttu Eflingar og annarra stéttarfélaga við að tryggja réttindi launafólks. Starfsmannaleigur hafa verið að ryðja sér til rúms á íslenskum vinnumarkaði í auknum mæli á undanförnum misserum og hafa komið upp alltof mörg alvarleg tilvik um brot á réttindum og kjörum starfsfólks á þeirra vegum. Þau fyrirtæki sem nota […]
Tungumálatöfrar

Tungumálatöfrar er íslenskunámskeið með listsköpun og leik fyrir 5 – 11 ára krakka sem fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 5. – 10. ágúst 2019. Námskeiðið er hugsað fyrir öll börn með sérstaka áherslu á íslensk börn sem að hafa fæðst eða flutt erlendis og börn af erlendum uppruna sem sest hafa að hér […]
Orlofssjóður Verk Vest kaupir sex nýjar íbúðir

Stjórn félagsins hefur samþykkt kaup á sex nýjum glæsilegum íbúðum í Sunnusmára 16 – 18 í Kópavogi. Fyrstu íbúðirnar verða afhentar eftir miðjan september og eiga allar nýju íbúðirnar að vera komnar í notkun fyrir lok október. Með kaupunum er verið að fjölga íbúðum félagsins á höfðuborgarsvæðinu þannig að í haust verða í boði alls […]
Yfirlýsing vegna lausafjárvanda West Seafood

Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood á Flateyri hefur ekki staðið skil á orlofi til starfsfólks þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Samkvæmt heimildum félagsins er fyrirtækið í tímabundnum lausafjárvanda og getur að svo stöddu ekki greitt starfsfólki afdregið orlof sem átti að greiða út þann 11. maí. Orlofsfé eru laun starfsfólks sem því eru ætluð til framfærslu […]
Skrifað undir nýjan kajarasamning fyrir Þörungaverksmiðjuna

Fyrr í dag var undirritaður nýr kjarasamningur fyrir starfsmenn Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Kjarasamningurinn inniheldur í öllum megin dráttum launaliði Lífskjarasamningsins. Einnig var samið um breytingar á sérákvæðum sem gilda um störf í verksmiðjunni. Gildistími samningsins er með afturvirkni frá 1. apríl 2019 og gildir til 1. nóvember 2022. Verkalýðsfélag Vestfirðinga verður með kynningar- og kjörfund […]
Breyttur opnunartími skrifstofu á Ísafirði

Auto Draft
Auto Draft
Sjómenn til hamingju með daginn

Stjórn og starfsfólk Verkalýðsfélags Vestfirðinga sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra árnaðaróskir á hátíðisdegi sjómanna.
Aðalfundur ályktar um aðför Hæstaréttar að grunnréttindum á vinnumarkaði

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga var haldinn þann 28. maí sl. Á fundinum var nokkur umræða um réttindamál á vinnumarkaði og hvernig óvægni og hörku gegn verkafólki væri óspart beitt til að berja niður þátttöku í störfum stéttarfélaga. Mörg dæmi eru um að starfsfólk sem leitar til stéttarfélaga með fyrirspurnir um launa- og réttindamál væri hiklaust rekið […]
Lokað vegna sumarleifis á Patreksfirði

Skrifstofa félagsins á Patreksfirði verður lokuð frá mánudeginum 3. júní til miðvikudagsins 19. júní. Félagsmönnum Verk Vest á suðursvæðinu er bent á að beina erindum sínum til skrifstofunnar á Ísafirði eða á netfangið postur@verkvest.is.