Réttlæti – jöfnuður – velferð !

Til hamingju með baráttudag launafólks! Árið 1923 var fyrst gengin kröfuganga á 1. maí á Íslandi. Dagurinn varð loks lögskipaður frídagur á Íslandi árið 1972 en til samanburðar má geta þess að ríkisstjórn jafnaðarmanna í Svíþjóð gerði daginn að frídegi árið 1938. Á baráttudegi launafólks er nauðsynlegt  að minna okkur á hvernig samfélag viljum við […]

Hátíðarhöld 1. maí 2023

Að vanda höldum við baráttudag verkalýðsins hátíðlegan með glæsilegri dagskrá. Á Ísafirði verður safnast saman við Alþýðuhúsið og mun kröfugangan leggja af stað þaðan klukkan 14:00 í heiðursfylgd lögreglu og lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar í fararbroddi. Gengið verður að Edinborgarhúsinu þar sem hátíðardagskrá hefst að lokinni göngu. Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar flytur tónlist Auður Alfa Ólafsdóttir heldur […]

Aðalfundur Verk Vest haldinn 8. maí

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður haldinn mánudaginn 8. maí 2023 kl.18.00 í Bryggjusal Endiborgarhússins á Ísafirði. Félagsfólk er beðið að tilkynna þátttöku á postur@verkvest.is eða í síma 4565190. Einnig verður hægt að taka þátt gegnum fjarfund. Boðið verður upp á kvöldverð í upphafi fundar.  Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 24.gr laga félagsins  Önnur mál  Þrír heppnir þátttakendur verða dregnir út […]

Atvinnurekendur: Breytt slóð fyrir skilagreinar

Vegna breytinga í tölvukerfi félagsins hefur slóð vegna skila á skilagreinum verið breytt. Ný slóð er https://lundeyrest.dk.is/verkvest/FundPayments Nánari upplýsingar má finna á http://www.skilagrein.is/ 

Labour.is

ASÍ kynnir nýja nýja vefsíðu labour.is sem nú er komin í loftið. labour.is er upplýsingasíða fyrir launafólk sem er nýtt á íslenskum vinnumarkaði. Þá vonast ASÍ einnig til að síðan nái til þeirra sem eru í hvað verstu aðstæðunum, þolendum mansals á vinnumarkaði. Síðan er á 11 tungumálum: ensku, pólsku, litháísku, lettnesku, spænsku, rúmensku, arabísku, úkraínsku, rússnesku, […]

Samningur sjómanna við SFS kolfelldur

Kosningu um kjarasamning sjómanna við SFS lauk klukkan 15:00 í dag. Niðurstaðan er mjög afgerandi, en 67,43% þeirra sem kusu vildu ekki samþykkja samninginn. Á kjörskrá voru 1.200 og kjörsókn var 47,58%. Niðurstöður voru eftirfarandi: Já sögðu 31,52%  (180) Nei sögðu 67,43%  (385) Auðir voru 1,05%  (6) Af þessu leiðir að nýr kjarasamningur öðlast ekki […]

Trúnaðarmannanámskeið Samiðnar

Námskeiðsdagar eru 30. og 31. mars. Trúnaðarmannanámskeiðið telst til 2. hluta. Hvetjum félagsmenn á vinnustöðum að kjósa sér trúnaðarmann. Allar upplýsingar um vinnustaði sem hafa engan trúnaðarmann eru vel þegnar. Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við ykkar aðildarfélag innan Samiðnar. Nemendur þurfa að skrá sig inn á innri vef Félagsmálaskólans. Stofna þarf aðgang með íslykli, rafrænum […]

Opnað fyrir umsóknir í orlofshús Verk Vest fyrir sumarið 2023

Þann 8. mars verður opnað fyrir umsóknir um orlofshús Verkalýðsfélags Vestfirðinga fyrir sumarið 2023. Félagsmenn geta farið inn á orlofsvef félagsins  http://orlof.is/verkvest/ og sótt um með því að velja: Sumar. Félagið býður upp á orlofshús fyrir félagsmenn í öllum landshlutum sumarið 2023 og ættu því flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Einarsstaðir á héraði Flókalundur í Vatnsfirði […]

Verk Vest auglýsir eftir kjaramála- og þjónustufulltrúa

Verkalýðsfélag Vestfirðinga auglýsir eftir kjaramála- og þjónustufulltrúa með áherslu á vinnustaðaeftirlit hjá starfstöð félagsins á Ísafirði. Um 100% starf er að ræða en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ábyrgðasvið: Aðstoð í vinnuréttindamálum Almenn þjónusta við félagsmenn Umsjón með vinnustaaðaeftirliti Umsjón netmiðlum félagsins Skýrslugerð tengt kjaramálum Aðstoð við innheimtu og rafrænum skráningum […]

Kosning um kjarasamning sjómanna

Kosning um nýjan kjarasamning sjómanna er opin og stendur til kl. 15:00 þann 10. mars 2023. ATH að aðeins er hægt að kjósa einu sinni. TAKIÐ UPPLÝSTA ÁKVÖRÐUN! >>>>> ÝTIÐ HÉR TIL AÐ KYNNA YKKUR INNIHALD SAMNINGSINS >>>>> ÝTIÐ HÉR TIL AÐ KJÓSA  — VOTE HERE — GŁOSUJ TUTAJ

Búið að opna fyrir bókanir í hús félagsins á Spáni

Sumarhús Verk Vest á Spáni er laust til bókana fyrir árið 2023. Leigutímabil að sumri eru tvær vikur og vilji fólk vera lengur er mögulegt að leigja tvö tímabil. Skiptidagar sumar 2023 eru þriðjudagar og hefst leigutímabilið þriðjudaginn 23. maí. Verð fyrir tvær vikur er kr. 111.000 en kr. 207.000.kr. fyrir fjórar vikur. Hús félagsins er […]

Sjómannasamningurinn kynntur á Patreksfirði

Nýr kjarasamningur sjómanna verður kynntur næstkomandi fimmtudag, 2. mars á Patreksfirði. Sjómenn eru hvattir til að fjölmenna á kynninguna sem hefst klukkan 9:00 á fimmtudagsmorgun í kaffistofu Odda hf. á Patreksfirði. TAKIÐ UPPLÝSTA ÁKVÖRÐUN!

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning sjómanna

Þessa dagana og næstu tvær vikur verða haldnir kynningafundir um efni samningsins og allir sjómenn eru hvattir til að kynna sér innihald samningsins áður en þeir greiða atkvæði því ekki er hægt að breyta valinu síðar. Þar sem sjómenn hafa ekki mikið val um hvenær þeir eru í landi verða kynningarfundir haldnir samkvæmt beiðni sjómanna […]

KYNNINGARFUNDUR: Kjarasamningur sjómanna

Kynningarfundur um kjarasamning sjómanna sem var undirritaður 10. febrúar síðastliðinn verður haldinn í kvöld 15. febrúarklukkan 19:00 í fundarsal Verk Vest á efstu hæð í Alþýðuhúsinu á Ísafirði (bíóinu). Sjómenn eru hvattir til að mæta og kynna sér innihald samningsins, en atkvæðagreiðsla opnar á föstudag og stendur til 10. mars kl. 15:00.

Könnun á stöðu launafólks á Íslandi

Nú er opin könnun um stöðu launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Er þetta í þriðja sinn sem könnunin er framkvæmd af Vörðu rannsóknarsetri sem er í eigu ASÍ og BSRB.  Í ár er lögð sérstök áhersla á að afla upplýsinga um fjárhagsstöðu félaga, andlega og líkamlega líðan, kulnun og brot á vinnumarkaði. Nú sem endranær er rík áhersla lögð […]

Kynning: Helstu atriði í nýjum kjarasamningi sjómanna við SFS

Í gærkvöld var undirritaður nýr kjarasamningur sjómanna í Verk Vest við SFS. Helstu atriði sem samningurinn inniheldur má sjá hér en kynningarfundir um innihald samningsins eru á döfinni. Undirritaðan samning má sjá hér en útreiknuð áhrif samningsins fyrir félagsmenn verða kynnt á væntanlegum kynningarfundum. Kynningarfundir verða auglýstir eftir helgi og eru félagsmenn hvattir til að mæta og kynna sér […]

Miðstjórn ályktar um ofstækiskennda orðræðu

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands harmar neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður, nú síðast í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Mikilvægt er að álitamál fái viðhlítandi meðferð og ótækt er að  ágreiningur sé nýttur til að hafa í frammi haturskennd og viðurstyggileg ummæli í garð tiltekinna einstaklinga, hópa og samtaka. Eðlilegt er […]

Sjómenn skrifa undir tímamóta kjarasamning við útgerðarmenn

Samtök sjómanna skrifuðu undir tímamóta kjarasamning við útgerðarmenn undir miðnætti í gær. Samningurinn er til 10 ára með uppsagnarákvæði sem hægt er að virkja eftir 4 ár. Stóra samningsatriðið var að ná 3,5% viðbótargreiðslum í lífeyrissjóð ásamt því að tryggja að kauptrygging og aðrar greiðslur til skipverjar tækju sömum hækkunum og á almennum vinnumarkaði. Viðmiðið […]

Stýrivaxtahækkun í boði ríkisstjórnarinnar

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir harðlega stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem tilkynnt var í morgun. Meginvextir bankans eru nú 6,5% og hafa ekki verið hærri í þrettán ár. Hækkunin kemur í kjölfar vaxandi verðbólgu en hækkun vísitölunnar í janúar mátti fyrst og fremst rekja til ákvarðana ríkisstjórnarinnar. Miðstjórn ASÍ mun boða til formannafundar til að ræða viðbrögð og […]

Miðstjórn ASÍ lýsir furðu á skýringum stjónvalda um hækkun verðbólgu

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir þungum áhyggjum af þróun verðbólgunnar. Miðstjórn telur gagnrýnivert að stjórnvöld hafi kosið að leiða hjá sér ábendingar og varnaðarorð um að hækkun ýmissa skatta og gjalda um áramót myndu koma af fullum þunga niður á almenningi í formi minni kaupmáttar, verðbólgu og vaxtahækkana. Sú spurning gerist sífellt áleitnari hvort […]

Er þínar upplýsingar réttar?

Þann 1. febrúar mun Verk Vest greiða í fyrsta sinn úr Félagsmannsjóði til félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum á félagssvæðinu. Greiðslan er vegna ársins 2022, en forsenda þess að hægt verði að greiða úr sjóðnum til félagsmanna er að félagið hafi kennitölu, bankaupplýsingar, síma og netfang þeirra félagsmanna sem eiga rétt á greiðslum úr sjóðnum.  Kíktu […]

Miðstjórn ASÍ ályktar um miðlunartillögu ríkissáttasemjara

Miðstjórn ASÍ lýsir því yfir að traust á embætti ríkissáttasemjara hefur skaðast með því að leggja fram ótímabæra miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og SA. Miðstjórn telur að færa megi rök fyrir og véfengja hvort embætti sáttasemjara hafi með þessum hætti farið út fyrir þær valdheimildir sem embættinu eru settar í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. […]

Greiðslur úr Félagsmannasjóði starfsfólks sveitarfélaga 1. febrúar 2023

Allir félagsmenn Verk Vest sem störfuðu hjá sveitarfélagi á árinu 2022 eiga að fá greitt úr Félagsmannasjóði SGS í byrjun febrúar nk. Iðgjald í sjóðinn er 1,5% af heildarlaunum. Síðastliðin tvö ár hefur umsýsla sjóðsins verið hjá Starfsgreinasambandinu (SGS) en í fyrra haust var gerð breyting á og nú mun aðildarfélögin sjálf um umsýslu sjóðsins […]

Samið um nýja kauptaxta hjá starfsfólki sveitarfélaga

Nýir kauptaxtar hjá starfsfólki sveitarfélaga tóku gildi um áramótin og eru þeir nú aðgengilegir á vef Verk Vest. Gildistími kauptaxta er frá 1. janúar til 30. september 2023 en þá rennur gildandi kjarasamningur út. Nýir kauptaxtar hækka grunnlaun í launaflokki 117 að lágmarki um 35.000 kr. skv. nýrri launatöflu en hækkun grunnlauna nemur á bilinu 35.000 kr. til 49.359 kr. […]

Nýjar deildarstjórnir kosnar á aðalfundi deilda og trúnaðarráðs

Á opnum fundi Trúnaðarráðs og aðalfundi starfsgreinadeilda Verk Vest voru kjörnar nýjar deildarstjórnir samkvæmt 4. gr. laga félagsins. Innan Verk Vest starfa fimm starfsgreinadeildir þar sem hópar launafólks er hafa sérstöðu um fagleg málefni sem og kaup og kjör eiga samleið. Starfsgreinadeildirnar eru Matvæla- og þjónustudeild hjá SGS, Opinber deild hjá SGS, Verslunar- og skrifstofudeild […]

Auglýst eftir framboðum til stjórnar og trúnaðarráðs Verk Vest

Samkvæmt 19 gr. laga Verkalýðsfélags Vestfirðinga um stjórnarkjör er auglýst eftir listum eða tillögum um einstaklinga í stjórnarsæti vegna kjörs stjórnar og trúnaðarmannaráðs fyrir starfsárin 2023 til 2025 að viðhafðri allsherjar atkvæðagreiðslu.Samkvæmt því ber að skila lista skipuðum formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og fjórum til vara ásamt 30 einstaklingum í trúnaðarmannaráð. Tveimur skoðunarmönnum reikninga og […]

Auglýst eftir umsjónarfólki fyrir Orlofsbyggðina í Flókalundi

Stjórn Orlofsbyggðarinnar í Flókalundi óskar eftir að ráða umsjónarmann byggðarinnar í fullt starf frá og með 2. maí 2023. Árlegur starfstími umsjónarmanns  er frá 2. maí  til 30. september 2023.  Leitað er eftir handlögnum einstaklingi eða tveimur samhentum einstaklingum til að hafa umsjón með umhverfi, orlofshúsum og sundlaug byggðarinnar. Umsækjandi þarf einnig að geta sinnt […]

Opinn fundur Trúnaðarráðs og aðalfundur deilda

Opinn fundur Trúnaðarráðs og aðalfundur deilda annarra en sjómannadeildar verður haldinn mánudaginn 16. janúar klukkan 18:00 í fundarsal Verk Vest í Alþýðuhúsinu á Ísafirði (efsta hæð í bíóinu). Kosið verður í deildarstjórnir í eftirfarandi deildum: Iðnaðardeild Matvæla- og þjónustudeild Opinber deild Verslunar- og skrifstofudeild Samkvæmt 4. gr. laga félagsins um skiptingu deilda og hlutverk skal […]

Ný deildarstjórn Sjómannadeildar kosin

Ný deildarstjórn Sjómannadeildar kosin var kosin til tveggja ára á aðalfundi deildarinnar sem haldinn var 2. Jóladag. Stjórn deildarinnar skipa: Formaður: Sævar Gestsson Varaformaður: Grétar Þór Magnússon Meðstjórnandi: Hörður Snorrason Varamaður: Ómar Sigurðsson Varamaður: Jón B. Hermannsson Við óskum þeim til hamingju með kjörið og velfarnaðar í störfum fyrir félagið. Einnig þökkum við fráfarandi stjórnarmönnum, […]

Launahækkanir greiðast út um mánaðamót

Nú hafa nýjar launatöflur verið birtar á vef félagsins vegna þeirra kjarasamninga sem samþykktir voru fyrr í mánuðinum. Við bendum félagsmönnum á að launahækkanir taka gildi frá og með 1. nóvember sl. þannig að nú um mánaðamótin kemur inn hækkun á laun vegna desember-mánaðar auk leiðréttingar fyrir nóvember-mánuð. Skoðið launaseðla!