Aðalfundur Sjómannadeildar Verk Vest verður haldinn í Alþýðuhúsinu á efstu hæð II Jóladag kl.14:00, en einnig verður boðið upp á fjarfund fyrir þá félagsmenn sem það kjósa.
Dagskrá fundarins
Kosning deildarstjórnar
Kjaramál sjómanna
Síðustu kjarasamningum gerð skil
Afdrif bókana síðustu kjarasamninga
Félagsdómsmál um kauptryggingu
Félagsdómsmál um hálfa prósentið
Félagsdómsmál um aðstoðarmann matsveins
Staðan í samningaviðræðum við SFS
Nýafstaðin sjópróf og áhrif þeirra á starfsumhverfi sjómanna
Önnur mál
Félagsmenn sem vilja vera í fjarfundi vinsamlega skráið ykkur á postur@verkvest.is
Koma þarf fram í skráningunni nafn, kennitala og netfang.