Styrkir og sjóðir
Verkalýðsfélag Vestfirðinga rekur öfluga sjóði sem styðja við félagsmenn í veikindum, námi, orlofi og öðrum mikilvægum þáttum lífsins. Hér má finna yfirlit yfir helstu sjóði, styrki og tengd eyðublöð.
Sjúkrasjóður
Sjúkrasjóðurinn veitir fjárhagslegan stuðning við félagsmenn sem missa tekjur vegna veikinda, slysa eða annarra áfalla.Einnig er veittur stuðningur við forvarnarverkefni og samfélagsleg málefni.
Greiðslur úr sjóðnum
Sjúkradagpeningar
Útfararstyrkur
Jólaglaðningur til aldraðra
Styrkir vegna meðferðar við fíkn
Fæðingarstyrkur og styrkur vegna tæknifrjóvgunar
Styrkir vegna dvalar á Heilsustofnun í Hveragerði
Iðgjaldatengdir styrkir fyrir líkamsrækt, rannsóknir og hjálpartæki
Reglur og umsóknir
Dagpeningar eru greiddir mánaðarlega.
Umsóknir þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar.
Réttur til styrks fyrnist á 12 mánuðum frá því að bótaréttur skapaðist.
Umsóknir skulu vera skriflegar og fylgja þarf fullgilt læknisvottorð.
Nánari upplýsingar og eyðublöð má finna hér:
Orlofssjóður
Orlofssjóðurinn býður félagsmönnum upp á fjölbreytta orlofsmöguleika víðs vegar um landið og einnig íbúð á Spáni.
Frekari upplýsingar um húsin og íbúðirnar, s.s. stærð, búnað, umhverfi, leiguskilmála o.fl. fást með því að skrá sig inn á mínum síðum með rafrænum skilríkjum
Leiguskilmálar
Lyklar eru afhentir á skrifstofum Verk-Vest eða í lyklaboxum við sumarhús.
Framsal leigusamninga er óheimilt.
Húsdýrahald er bannað í orlofsbústöðum.
Leigutaki ber ábyrgð á þrifum og ástandi húsnæðis við skil.
Félagið býður einnig afsláttarkjör á hótelum, gististöðum, gjafabréfum Iceland Air og afsláttarkortum eins og Útilegukortinu og Veiðikortinu.
Fræðslusjóðir
Félagið er aðili að nokkrum fræðslusjóðum sem styðja við starfsmenntun félagsmanna og veita styrki til stærri verkefna.
Aðildarsjóðir
Umsóknarferli
Félagsmenn skila inn umsókn um einstaklingsstyrk á mínum síðum, VerkVest metur umsóknina og afgreiðir styrkinn skv. starfsreglum viðkomandi sjóðs.
Félagið sækir síðan um endurgreiðslu frá sjóðnum. Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér rétt sinn hjá sjóðunum.