Aðildarfélög ASÍ hefja í dag átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni
– Vertu á
verði. Almenningur og
atvinnulífið eru hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring
verðbólgunnar. Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald í
verðlagsmálum og vekja neytendur til aukinnar vitundar.
Sendu ábendingar um verðhækkanir á –
www. vertuaverdi.is
Á heimasíðu átaksins www.vertuaverdi.is geta allir
sent inn ábendingar um verðhækkanir á fljótlegan og einfaldan hátt. Þannig
getum við sameiginlega skapað mikilvægt aðhald, meðvitund og umræðu um
verðlagsmál.
Það er hagsmunamál okkar allra að vera á verði og láta vita.
Verðbólgan versti óvinur launafólks
Launafólk er langþreytt á að hóflegar launahækkanir sem samið er um í
kjarasamningum séu sífellt notaðar til að réttlæta miklar verðhækkanir og aukna
verðbólgu. Við endurskoðun kjarasamninga
nú í janúar lögðu fulltrúar launafólks mikla áherslu á að samstaða yrði meðal
fyrirtækja og opinberra aðila um að sýna aðhald í verðhækkunum svo nýtilkomnar
launahækkanir skili sér í auknum kaupmætti launafólks.
Allir þurfa nú að taka höndum saman – sýna ábyrgð og stöðva verðhækkanir
– það gagnast okkur öllum.Verk Vest hvetur alla til að nýta hnappinn „Vertu á Verði!“ hér til hægri á síðunni til að koma ábendingum á framfæri.
Normal
0
21
false
false
false
IS
X-NONE
X-NONE
/* Style Definitions */
table.MsoNormalTable
{mso-style-name:“Table Normal“;
mso-tstyle-rowband-size:0;
mso-tstyle-colband-size:0;
mso-style-noshow:yes;
mso-style-priority:99;
mso-style-qformat:yes;
mso-style-parent:““;
mso-padding-alt:0cm 5.4pt 0cm 5.4pt;
mso-para-margin-top:0cm;
mso-para-margin-right:0cm;
mso-para-margin-bottom:10.0pt;
mso-para-margin-left:0cm;
line-height:115%;
mso-pagination:widow-orphan;
font-size:11.0pt;
font-family:“Calibri“,“sans-serif“;
mso-ascii-font-family:Calibri;
mso-ascii-theme-font:minor-latin;
mso-hansi-font-family:Calibri;
mso-hansi-theme-font:minor-latin;
mso-fareast-language:EN-US;}