Mál skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS-270 komið í viðeigandi ferli

Stéttarfélög skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa sent kröfu til Héraðsdóms Vestfjarða að fram fari sjópróf vegna hópsmits um borð í togaranum og jafnframt sent lögreglustjóranum á Vestfjörðum kæru þar sem útgerð og fyrirsvarsmenn hennar eru kærð til lögreglu vegna mögulegra brota á sjómannalögum, sóttvarnarlögum og almennum hegningarlögum. Stéttarfélögin ítreka að nauðsynlegt er að […]

Félagsmenn fá námskeið hjá NTV að fullu niðurgreidd*

Gerður hefur verið samningur við NTV skólann um fulla fjármögnun á 6 námskeiðum/námsleiðum sem allt eru starfsþróunarmiðuð og verkefnadrifin fjarnámskeið sem boðið verður upp á í samstarfi við aðildarfélög Landsmenntar, Ríkismenntar, Sveitamenntar og Sjómenntar. Félagsmenn aðildarfélaga sjóðanna munu fá námskeið að fullu niðurgreidd. Einstaklingar skrá sig hjá NTV skólanum eða í gegnum sitt stéttarfélag og […]

Fjarnámskeið: Óvissa og einmanaleiki

Nú er tækifæri til að styrkja sig í leik og starfi, en þetta námskeið er ætlað þeim sem vinna við umönnunarstörf t.d. á hjúkrunarheimilum og öðrum stofnunum en er opið öllum sem málið varðar. Nánari upplýsingar á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. https://www.frmst.is/nam/endur-_og_simenntun/Ovissa_og_einmanaleiki/

Stéttarfélög skipverja taka saman höndum

Stéttarfélög skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 funduðu með lögmönnum í morgun um sameiginlegar aðgerðir vegna framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. og hunsun á tilmælum yfirvalda um viðbrögð við hópsmiti um borð í togaranum. Stéttarfélögin telja þessa framgöngu vítaverða og hafa ákveðið bæði að kæra málið til lögreglu og krefjast þess að fram fari sjópróf. Stéttarfélögin […]

Óvægin umræða á samfélagsmiðlum

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur til meðferðar mál skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS-270 og vill beina eftirfarandi tilmælum til þeirra sem vilja láta sig þetta mál varða: Málið er litið mjög alvarlegum augum hjá félaginu og verður málið unnið með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi. Hins vegar hefur mjög óvægin og oft á tíðum ósmekkleg umræða átt sér […]

„Skelfilegt ástand“ segja skipverjar Júlíusar Geirmundssonar um síðustu veiðiferð

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hélt fund með skipverjum af Júlíusi Geirmundssyni í framhaldi af hópsmiti sem skipverjar urðu fyrir í kjölfar þess að útgerð hunsaði tilmæli um viðbrögð frá sóttvarnaryfirvöldum. Á þriðja tug skipverja sóttu fundinn, sem var bæði staðfundur fyrir þá sem ekki tóku þátt í umræddri veiðiferð og einnig fjarfundur fyrir þá sem höfðu sýkst […]

Langar þig á fjarnámskeið?

Fræðslumiðstöð Vestfjarða heldur fjarnámskeið í Teams og OneDrive 27. október nk. Nánari uppýsingar á vef FRMST hér.

Yfirlýsing frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga vegna Covid hópsmits um borð í Júlíusi Geirmundssyni

Verkalýðsfélag Vestfirðinga fordæmir það fullkomna virðingarleysi sem útgerð frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS 270 sýndi skipverjum með því að halda skipi til veiða þrátt fyrir ítrekuð tilmæli umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum, að koma skipverjum strax til sýnatöku vegna gruns um Covid 19 smit hjá áhafnarmeðlimum. Útgerðin hunsaði með því einnig viðbragðsáætlun Sjómannasambands Íslands um smitgát og […]

Opnum fyrir umsóknir um jól og áramót þriðjudaginn 20. október

Opnað verður fyrir umsóknir um orlofshús Verkalýðsfélags Vestfirðinga fyrir jól og áramót 2020, þriðjudaginn 20. október kl. 9:30. Orlofshúsin eru sem eru í úthlutun eru: íbúðir í Kópavogi og íbúð á Akureyri, Svignaskarð og Ölfusborgir. Umsóknarfrestur verður til 4.nóvember og mun úthlutun fara fram þann 5. nóvember.

Vertu starfsmaður 21. aldarinnar !

Mímir símenntun býður upp á hagnýtt námskeið fyrir alla þá sem þurfa og vilja styrkja sig í tækni. Á námskeiðinu, sem er kennt í fjarnámi, er leitast við að efla einstaklinga í þeirri tækni sem mest ákall er um að einstaklingar tileinki sér til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Námskeiðið snýr að því að […]

Afbókanir orlofsíbúða vegna hertra sóttvarnareglna

Vegna hertra sóttvarnarreglna á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ákveðið að koma á móts við félagsmenn sem eiga bókaðar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og vilja afbóka. Nú er aftur farið að fresta hinum ýmsu viðburðum vegna COVID-19 og mælst er til að fólk sé ekki að ferðast að óþörfu til höfuðborgarsvæðisins. Félagsmenn eru þegar farnir að hafa samband […]

Verk Vest hvetur til rafrænna samskipta

Ný reglugerð um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19 hafa tekið gildi og leggur Verk Vest áherslu á að fylgja tilmælum um hertar sóttvarnir. Meginreglan er að hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman er 20 manns. Vegna þessa vill starfsfólk Verk Vest enn og aftur hvetja félagsmenn til að nýta sér síma, tölvupóst […]

Framhaldsaðalfundur Verk Vest skorar á Vinnumálastofnun

Félagsmenn Verkalýðfélags Vestfirðinga hafa búið við aukið atvinnuleysi allt frá haustmánuðum 2019. Harðast bitnar atvinnuleysið á ófaglærðu verkafólki í félaginu, sérstaklega þar sem atvinnuástand hefur verið ótryggt svo sem í minni byggðalögum á félagssvæðinu. Ekki hefur Covid19 gert okkar fólki auðveldara fyrir og má gera ráð fyrir að ástandið verði síst betra á komandi mánuðum. […]

Mistjórn ASÍ hafnar öllum hugmyndum um frestun launahækkana

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hafnar með öllu hugmyndum um frestun launahækkana og skerðingu launa sem settar hafa verið fram af fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda undanfarið. Miðstjórn ASÍ áréttar einnig mikilvægi þess að stjórnvöld etji ekki aðilum vinnumarkaðar saman nú þegar endurskoðun kjarasamninga stendur fyrir dyrum. Kjaraskerðing ógnar ekki aðeins afkomuöryggi launafólks á krepputímum heldur hefur hún […]

Andlát: Helgi Sigurjón Ólafsson

Fyrsti varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga og fyrrum starfsmaður félagsins Helgi Sigurjón Ólafsson andaðist í gær, mánudaginn 31. ágúst eftir erfið veikindi. Minningarathöfn verður haldin í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 12.september kl.14.00 en útför verður gerð frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 17.september kl.13.00. Msza pożegnalna dla Helgiego odbędzie się w kościele w Ísafjordzie, w najbliższą sobotę 12 września o godzinie 14.00. […]

Vinnustaðaeftirlit verkalýðsfélaganna

ASÍ og SA hafa um árabil staðið fyrir verkefninu EINN RÉTTUR – EKKERT SVINDL! Verkefni þetta er gert út frá stéttarfélögum innan ASÍ um allt land og tilgangur með verkefninu er að tryggja jafna stöðu launafólks og atvinnurekenda um allt land. Atvinnurekendur vilja að allir rekstraraðilar sitji við sama borð til að tryggja eðlilegan samkeppnisgrundvöll, […]

Fræðslusjóðir framlengja Covid19 átak til áramóta

Átakið tók gildi 15.mars og verður nú framlengt frá 31. ágúst til 31. desember 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru innan þessa sama tímaramma. Nánari útfærsla á átaksverkefninu: Gerðir voru samningar við fræðsluaðila sem bjóða upp á vefnám/fjarnám þar sem fyrirtækjum og einstaklingum er boðin þátttaka í námi/námskeiðum þeim að kostnaðarlausu. Þessir samningar […]

Framhalds-aðalfundur Verk Vest

Framhalds-aðalfundur verður haldinn í Alþýðuhúsinu á Ísafirði, efstu hæð, þriðjudaginn 18. ágúst kl. 18:00. Dagskrá: Lagabreytingar Reikningar félagsins lagðir fram Reglugerðarbreytingar sjúkrasjóðs Kosning formanns iðnaðardeildar Kosning inn á þing ASÍ Önnur mál Við hvetjum félagsmenn til að mæta en gæta smitvarna og sýna varúð. Áhugasömum félagsmönnum er boðið upp á að vera í fjarfundi. Vinsamlega […]

Viðbrögð vegna aukningar á smitum Covid-19

Á fundi klukkan 11:00 í morgun kynnti heilbrigðisráðherra hertar reglur vegna Covid-19, en er gripið til þessa ráðs vegna aukins fjölda smita í samfélaginu. Í ljósi þessa hvetjum við félagsmenn okkar til að gæta smitvarna og nýta rafræn samskipti við skrifstofur okkar eins og við verður komið.

Ferðaávísun á frábært sumar

Á orlofsvef Verk Vest er nú hægt að kaupa ferðaávísun. Ávísunin er inneign sem þú getur notað til að greiða fyrir gistingu hjá einhverjum af fjölmörgum samstarfsaðilum okkar. Þú ert ekki skuldbundinn til að nota ávísunina á tilteknu hóteli/gistiheimili, eftir að hún hefur verið keypt. Upphæðina getur þú notað hjá hvaða samstarfsaðila okkar sem er. […]

Viltu vera formaður iðnaðar- og tækjadeildar Verk Vest?

Verk Vest óskar eftir áhugasömum félagsmanni í framboð til formanns iðnaðar- og tækjadeildar. Hlutverk deildarinnar er að fara með sérmál sinnar deildar og gæta sérhagsmuna deildarinnar. Formaður deildarinnar situr í stjórn félagsins sem fulltrúi sinnar deildar og tekur þannig þátt í stefnumótandi ákvörðunum félagsins. Einnig situr formaður deildarinnar í trúnaðarráði og samninganefnd félalgsins. Formaður deildarinnar […]

Miklar hækkanir á matvörukörfunni á einu ári

Á einu ári hefur vörukarfa ASÍ hækkað um 2,3%-15,6% í átta verslunarkeðjum en vörukarfan endurspeglar almenn matarinnkaup meðal heimils. Í sex verslunarkeðjum af átta hækkar vörukarfan um yfir 5%. Mest hækkaði vörukarfan í Kjörbúðinni eða um 15,6% og næst mest í Krambúðinni um 13,6%. Minnst hækkaði verðið í Tíu ellefu á tímabilinu, 2,3% og næst […]

Frír aðgangur að námskeiðum

Allt sem hugurinn girnist, bæði starfsmiðuð námskeið og almenn námskeið, árs áskrift eða stök námskeið. Endilega skoðaðu framboðið og sjáðu hvort eitthvað hittir í mark hjá þér! Sjóðirnir hafa gert samninga við eftirtalda aðila: https://www.mognum.is/ (Mögnum) https://taekninam.is/ (Tækninám) https://frami.is/ (Frami) http://www.ntv.is/ (Nýi tölvu-og viðskiptaskólinn) https://netkennsla.is/ (Netkennsla) https://gerumbetur.is/ (Gerum betur) https://island.dale.is/ (Dale Carnegie) https://fraedslumidstodvar.is/ (Sjá hér […]

Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða

Á tímum kreppu og allsherjar samdráttar, ekki bara á Íslandi heldur í heiminum öllum, þarf að vinna eftir skýrri framtíðarsýn. Alþýðusamband Íslands hvetur stjórnvöld og þjóðina alla til samstöðu um aðgerðir til að marka veginn frá kreppu til lífsgæða fyrir okkur öll. Stokkum spilin. Höfnum sérhagsmunum, eflum grunnstoðirnar og setjum fólk í öndvegi. Alþýðusamband Íslands […]

Centerhotels með tilboð á gistingu og veitingum

Félagsmönnum Verk Vest bjóðast nú eftirfarandi afsláttarkjör hjá Centerhótelum. Sumartilboð: – Gisting í eina nótt í standard herbergi með morgunverði á kr. 19.900 kr. Gildir fyrir tvo í einu herbergi. Gildir núna og til 15. september 2020 Vetrartilboð: – Gisting í eina nótt í standard herbergi með morgunverði á kr. 14.900 kr. Gildir fyrir tvo […]

Otwarcie Biur Zwiazkow Zawodowych

Regorystyczne zakazy zgromacen masowych zostaly wycofane na Fjordach Zachodnich i z dniem wtorku 12 maja 2020 zostana otwarte nasze biura. Pracownicy zwiazkow,chca zwrocic uwage Naszym czlonkom zwiazkow i innym klientom, ze nadal przestrzegany jest regulamin odleglosci. Dlatego tez zachecamy wszystkich na komunikacje komputerowa lub telefoniczna jesli jest taka mozliwosc. Osoby, ktore z powodow szczegolnych , […]

Skrifstofur félagsins opna

Þar sem strangar reglur um samkomubann hafa nú verið felldar úr gildi á Vestfjörðum þá opna skrifstofur félagsins aftur þriðjudaginn 12. maí. Starfsfólk félagsins vill beina þeim tilmælum til félagsmanna og annarra viðskiptavina að enn eru í gildi reglur um fjarlægðarmörk. Vegna þess eru allir hvattir til að nýta rafræn samskipti eins og kostur. Þeir […]

Ályktun formannafundar SGS

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands, 8. maí 2020. Skorar á Ríkið, Samband Íslenskra sveitarfélaga og aðra atvinnurekendur að ganga þegar til saminga við þau félög sem ósamið er við. Það er með öllu óásættanlegt að launafólk sé samningslaust mánuðum saman og ólíðandi að ekki sé gengið að réttmætum kröfum né staðið við fyrri yfirlýsingar og fyrirheit. Einnig […]

Jak oswoić stres – 12. maí 2020

Námskeið kennt á pólsku. „W życiu nie chodzi o czekanie, aż burza minie… Chodzi o to, by nauczyć się tańczyć w deszczu“. Vivian Green Celem warsztatów jest pogłębienie wiedzy z zakresu rodzajów stresu, przyczyn , reakcji na stres oraz technik obniżających poziom stresu i wypracowania optymalnych rozwiązań w sytuacjach postrzeganych jako trudne. Warsztat przeznaczony jest […]