Tilvalið tækifæri til að styrkja sig

Afleiðingar Covid-faraldursins hafa gert vart við sig á okkar svæði eins og annarsstaðar, og margur í þeirri stöðu að vera í skertu starfshlutfalli eða jafnvel atvinnulaus. Nú er tækifæri til að nýta tímann í að styrkja sig í starfi og leik, en það er mikilvægt fyrir okkur sem landshluta að vera samkeppnishæf þegar kemur að […]
Ný kaupgjaldsskrá landverkafólks komin á síðu Verk Vest

Launataflan hefur nú verið birt og hana má nálgast hér.
Áskorun stjórnar Verkalýðsfélags Vestfirðinga um kjaradeilu lögreglumanna við ríkið

Sú staða sem er uppi í samningaviðræðum lögreglumanna við ríkisvaldið er með öllu óboðleg og ríkisvaldinu ekki til sóma. Lögreglumenn eru með lausa samninga og enn hefur forystufólk ríkisstjórnarinnar ekki staðið við yfirlýsingar sem lögreglumönnum hefur verið lofað. Staða þessi er mjög alvarleg, sér í lagi þar sem lögreglumenn njóta ekki þeirra sjálfsögðu mannréttinda að […]
Hvað áttu í þínum menntasjóði ?

Á Íslandi eru tugir starfsmenntasjóða sem niðurgreiða námskeið sem tengjast starfsþróun. Dale Carnegie námskeið flokkast sem starfsmenntun og þess vegna getur launafólk og fyrirtæki fengið styrki fyrir stórum hluta fjárfestingarinnar. Úthlutunarreglur sjóðanna eru mjög mismunandi og réttur launþega einnig. Hér fyrir neðan eru nokkrir af þessum sjóðum og linkur á úthlutungarreglur þeirra (ath. listinn er […]
1. maí ávarp forseta ASÍ – Byggjum réttlátt þjóðfélag

Kæru félagar og landsmenn allir Um heim allan hefur flestu sem við höfum tekið sem gefnu verið ýtt til hliðar til að verja líf okkar og heilsu. Vinna, nám, félagslíf og samskipti hafa tekið stakkaskiptum og breytingarnar kunna að einhverju marki að vara til frambúðar. Framtíðin sem við höfum undirbúið okkur undir, með aukinni áherslu […]
1. maí – alþjóðlegur baráttudagur launafólks

Á alþjóðlegum baráttudegi launafólks minnumst við þess sem launafólk hefur barist fyrir. Minnumst þess að þennan dag sem og alla aðra daga standa verkalýðsfélög um allan heim í stöðugri baráttu fyrir bættum kjörum ALLRA óháð stétt og stöðu. Minnumst þeirra fórna sem þurft hefur að færa til að bæta kjörin og tryggja afkomu. Minnumst þess […]
Launatafla verslunar- og skrifstofufólks 2020 komin inn á síðu Verk Vest

Uppfærð launatafla fyrir verslunar- og skrifstofufólk með gildistíma frá 1. apríl 2020 hefur nú verið gerð aðgengileg á vef Verk Vest. Töfluna má nálgast hér.
Sumarbústaðir, útilegukort og gistimiðar

Nú er sumarúthlutun lokið og hefur verið opnað fyrir bústaði á orlofsvef félagsins. Geta félagsmenn því bókað í laus tímabil beint á orlofsvef félagsins óháð punktastöðu. Stjórn Orlofssjóðs Verk Vest hefur ákveðið að leggja átakinu ferðumst innanlands lið með ennfrekari niðurgreiðslu gistimiða og Útilegukortsins. Eru félagsmenn hvattir til að kynna sér þessi frábæru tilboð sem […]
Fræðslusjóðir fjármagna rafræn námskeið að fullu

Fræðslusjóðir sem félagsmenn í Verk Vest eiga aðild að hafa nú tækifæri til að sækja nám hjá í áskrift hjá Tækninám ehf. þeim að kostnaðarlausu. Gerðir hafa verið samningar við fjölmarga fræðsluaðila um að veita félagsmönnum aðgang að rafrænum námskeiðum. Nú hafa sjóðirnir einnig gert samning við Tæknimennt ehf. um áskrift á rafrænum námskeiðum. Einstaklingar […]
Skiptaverð hækkar þann 1. maí 2020

Meðalverð á skráðu gasolíuverði á Rotterdammarkaði hefur lækkað verulega að undanförnu vegna covid-19 faraldursins. Þetta olíuverð er notað sem viðmiðun í kjarasamningi sjómanna til að ákvarða skiptaverð til sjómanna. Fyrir tímabilið frá og með 21. mars til og með 20. apríl síðastliðinn var meðalverð á olíunni sem notað er til viðmiðunar 262,20 $/tonn og hafði […]
Kaupgjaldskrá Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum 2020 komin á vefinn

Ný kaupgjaldskrá Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum 2020 komin á síðu Verk Vest og má nálgast hér.
Kjarasamningur við Súðavíkur- og Reykhólahreppa samþykktur

Kosningu um kjarasamninginn lauk í gær, en samningurinn var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum. Kjörsókn var heldur dræm, en 17,4% þeirra sem samningurinn nær til greiddu atkvæði. Gildistími samningsins er 01.01.2020 – 30.03.2023 og verður hann birtur innan skamms á vefsíðu félagsins. Við óskum félagsmönnum okkar til hamingju með samninginn.
Viðbrögð ASÍ vegna 2. efnahagspakka stjórnvalda í kjölfar COVID-19

Drífa Snædal, forseti ASÍ: „Forsvarsfólk ríkisstjórnarinnar hefur kosið að þróa tillögur til aðgerða við fordæmalausum aðstæðum einkum í samtali við sjálft sig. Reyndin er hins vegar sú að þekkingin og reynslan liggur hjá verkalýðshreyfingunni og aðeins með samtali og samvinnu getum við búið til lausnir sem henta vanda af þeirri stærðargráðu sem við nú stöndum […]
Minnum á kosningu um nýjan kjarasamning Súðavíkur- og Reykhólahreppa

Kosningin stendur til kl. 12:00 á fimmtudag og eru félagsmenn hvattir til að kjósa í tíma. Nú hafa aðeins 15,3% félagsmanna kosið, ekki láta tímann hlaupa frá okkur! Helstu atriði samningsins eru: Launahækkanir: o Jan. 2020 kr. 17.000. o Apr. 2020 kr. 24.000. o Jan. 2021 kr. 24.000. o Jan. 2022 kr. 25.000. o Jan. […]
Launahækkanir á almenna vinnumarkaði hjá Verk Vest gilda frá 1. apríl

Laun félagsmanna Verk Vest á almennum vinnumarkaði sem starfa á taxtalaunum samkvæmt kjarasamningum félagsins við Samtök atvinnulífsins hækkuðu um kr. 24.000 þann 1. apríl 2020. Almenn launahækkun til þeirra sem ekki eru á taxtalunum samkvæmt launatöflu hækka um kr. 18.000 frá sama tíma. Aðrir launaliðir sem kveðið er á um í kjarasamningi, svo sem bónusar […]
Kjarasamningur Súðavíkur- og Reykhólahreppa við Verkalýðsfélag Vestfirðinga undirritaður

Á félagssvæði Verkalýðsfélags Vestfirðinga voru tvö sveitarfélög sem greiddu eingreiðslu til sinna starfsmanna vegna tafa við gerð nýs kjarasamnings, en vegna þessa var Súðavíkur- og Reykhólahreppum vísað úr Sambandi Sveitarfélaga. Nú hafa Súðavíkur- og Reykhólahreppar undirritað samninga við Verkalýðsfélag Vestfirðinga sem innihalda kjarabætur umfram það sem önnur sveitarfélög treystu sér í. Helstu atriði samningsins eru: […]
Sýnum starfsfólki í framlínustörfum þakklæti og virðingu

Til að halda samfélaginu gangandi á erfiðum tímum reynir á fólkið okkar sem sinnir famlínustörfum. Öll vitum við að mikið reynir á heilbirgðisstarfstarfsfólk og þau sem sinna löggæslustörfum. Þetta fólk á mikið hrós skilið fyrir sín óeigingjörnu störf. En við megum ekki gleyma að það eru fleiri starfsstéttir sem sinna framlínustörfum og standa vaktina fyrir […]
Orlofsbyggðum lokað tímabundið

Vegna smithættu hefur öllum orlofsbyggðum sem Verk Vest er með bústaði í verið lokað til 1. maí. Félagið harmar þau óþægindi sem þetta veldur félagsmönnum, en því miður var ekki hjá þessu komist í ljósi aðstæðna. Við hvetjum félagsmenn til að ferðast innan húss og hlýða Víði.
Kjarasamningur við ríkið samþykktur

Föstudaginn 6. mars síðastliðinn skrifaði samninganefnd Starfsgreinasambandsins undir kjarasamning við ríkið, en nú liggja fyrir niðurstöður úr atkvæðagreiðslu félagsmanna um samninginn sem var samþykktur með miklum meirihluta. Kjörsókn tæplega 20%. Já sögðu 88,65% en nei sögðu 9,19%. 2,16% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 947 manns. Samningurinn inniheldur talsverðar kjarabætur og eru félagsmenn okkar hvattir […]
Kjarasamningum og réttindum launafólks má ekki víkja til hliðar

Ályktun formannafundar SGS 26. mars „Til stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins um land allt berast nú mikið af fyrirspurnum og athugasemdum vegna uppsagna, fyrirvaralausra breytinga á vaktafyrirkomulagi og fjölmargra annara atriða sem snúa að vinnufyrirkomulagi og réttindum fólks samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Að gefnu tilefni ítrekar Formannafundur Starfsgreinasambandsins að allar breytingar á að vinna í fullu samráði við […]
Landsmennt veitir fulla fjármögnun námskeiða

Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hefur stjórn Landsmenntar fræðslusjóðs ákveðið bjóða einstaklingum og fyrirtækjum uppá þann valkost að sækja námskeið á netinu eða í fjarkennslu þeim að kostnaðarlausu. Einnig mun sjóðurinn rýmka úthlutunarreglur sjóðsins og stofna til átaks í stafrænni/rafrænni fræðslu innan atvinnulífsins í samstarfi við fræðsluaðila og fyrirtæki. Um leið og Landsmennt hvetur […]
Zamknięcie biura Vesk Vest

Z powodu potwierdzonego przypadku Covid-19 wirusa na fjordach zachodnich i jego szybkiego rozprzestrzeniania się, postanowiliśmy że od poniedziałku 23 marca 2020 roku będzie zakaz odwiedzin w biurach w Ísafjörður oraz w Patreksfjörður. Zakaz odwiedzin jest przede wszystkim po to , aby uchronić zdrowie Naszych członkow zawodowych, oraz zapobiec rozprzestrzenianiu się wirusa. Nie zamierzamy zmieniać godzin […]
Restricted access to Verk Vest’s offices

Due to infections of the Corona-virus has been confirmed in the Westfjords no access will be allowed to Verk Vest‘s offices in Ísafjordur and Patreksfjordur as of Monday 23rd of march. Restricted access is primarily a precautionary measure as the union wants to contribute to protecting the health of its members and curbing the spread […]
Lokun á skrifstofum Verk Vest

Í ljósi þess að upp hafa komið staðfest Covid-19 smit á Vestfjörðum og hversu bráð smitandi veiran er hefur verið tekin áðkvörðun að setja á heimsóknarbann hjá skrifstofum félagsins á Ísafirði og Patreksfirði frá og með mánudeginum 23. mars. Heimsóknarbannið er fyrst og fremst varúðarráðstöfun þar sem félagið vill leggja sitt af mörkum til að […]
Nýr kjarasamningur ríkisstarfsmanna

Á morgun, 19. mars kl. 12:00, opnar rafræn kosning um kjarasamning SGS og ríkisins, og stendur kosningin til 26. mars kl. 16:00. Kynningarbæklingur er í prentun og berst öllum sem skráðir eru á kjörskrá innan tíðar. Kynningu á samningnum er að finna á upplýsingasíðu SGS hér. SGS hefur útbúið kynningarmyndband um samninginn sem er að […]
COVID-19 og minnkað starfshlutfall

Verkalýðsfélag Vestfirðinga beinir því til félagsmanna sem að ósk atvinnurekanda eru beðnir um að minnka starfshlutfall á meðan COVID-19 ástandið varir að hafa samband við félagið til að fá frekar upplýsingar um viðbrögð. Félagið vekur athygli á að nýtt frumvarp um minkað starfshlutfall vegna COVID-19 er í smíðum á Alþingi, en vonir standa til að […]
Heimsóknabann á skrifstofur Gildis lífeyrissjóðs

Heimsóknabann hefur verið sett á skrifstofur Gildis lífeyrissjóðs, þannig að skrifstofa Gildis hjá Verk Vest á Ísafirði tekur ekki á móti gestum. Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér rafræn samskipti í öryggisskyni.
Verk Vest hvetur félagsmenn til að nýta rafræn samskipti

Í ljósi ráðlegginga sóttvarnarlæknis vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar hvetur Verk Vest félagsmenn sína til að nýta sér rafræn samskipti við skrifstofur félagsins. Félagsmönnum er einnig bent á að heimasíða Verk Vest hefur að geyma gagnlegar upplýsingar og eyðublöð til að sækja um styrki.
Aðalkjarasamningur SGS og SA 2019 kominn á vefinn

Aðalkjarasamningur verkafólks 2019 er loksins kominn á vefinn, en hann er væntanlegur á prenti innan tíðar. Samninginn má nálgast hér.
Starfsgreinasamband Íslands og samninganefnd ríkisins skrifa undir kjarasamning

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands, fyrir hönd 18 aðildarfélaga sinna, skrifaði í dag undir nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Helstu atriði samningsins eru sem hér segir: Laun hækka í samræmi við lífskjarasamninginn og hækka frá 1. apríl 2019. Lágmarksorlof hjá […]