Fræðslumál

Fiskvinnslunámskeið á Hólmavík
Fiskvinnslunámskeið á Hólmavík

Námskeið

Félagið stendur fyrir starfsmenntanámskeiðum fyrir félagsmenn, oft í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Þar má nefna námskeið fyrir fiskvinnslufólk, byggingamenn, starfsfólk heilbrigðisstofnana og sveitarfélaga o.fl. Einnig gengst félagið fyrir ýmsum félagslegum námskeiðum, ekki síst fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum.

Félagið er aðili að Fræðslumiðstöð Vestfjarða, sem er miðstöð símenntunar og fjarnáms á Vestfjörðum (sjá tengla á fræðslustofnanir hér að neðan). 

Styrkir til náms

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að LandsMennt, starfsmenntasjóði verkafólks á landsbyggðinni og atvinnurekenda, Sjómennt, starfsmenntasjóði sjómanna og útgerðarmanna, Ríkismennt, þróunar- og símenntunarsjóði SGS og ríkisins, Sveitamennt, starfsmenntasjóði SGS og sveitarfélaganna og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks.

Allir þessir sjóðir styrkja einstaklinga til starfsmenntunar og veita einnig styrki til stærri verkefna á vegum fyrirtækja og stéttarfélaga.

Félagsmenn skila inn umsókn um einstaklingsstyrk til skrifstofu Verk-Vest, sem metur umsóknina og afgreiðir styrkinn skv. starfsreglum viðkomandi sjóðs. Félagið sækir síðan um endurgreiðslu frá sjóðnum. Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér rétt sinn hjá sjóðunum.

Umsóknareyðublöð:

Nánari upplýsingar um sjóðina og starfsreglur þeirra er að finna á vef hvers og eins (sjá tengla hér að neðan).

Skrifstofa félagsins er félagsmönnum einnig innan handar með upplýsingar og aðstoð vegna starfsnáms og hverskyns fræðslu og menntunar.

Fræðslustofnanir

Starfsmenntasjóðir

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.