Reglur um úthlutun, leigu og umgengni orlofshúsa - íbúða Verk Vest
Reglur þessar voru samþykktar á fundi stjórnar orlofssjóðs þann 11. nóvember 2015 og endurskoðaðar 15. febrúar 2018 og 27.10.2021.
Lesa meiraReglur þessar voru samþykktar á fundi stjórnar orlofssjóðs þann 11. nóvember 2015 og endurskoðaðar 15. febrúar 2018 og 27.10.2021.
Lesa meira1. Skúra öll gólf, þrífa sturtuklefa, handlaug og WC, þurrka af húsgögnum, gluggakistum og öðrum húsbúnaði. Íbúð skal skilað þannig að húsgögn og annar húsbúnaður sé hreinn og á réttum stað.
2. Flokka skal ALLT sorp og skila í flokkunartunnur og eða í sorpgeymslu.
3. Þrífa skal ÖLL heimilistæki sem hafa verið í notkun á leigutíma.
4. Taka utan af sængurfötum, skola tuskur og setja inn á baðherbergi.
5. Loka gluggum og læsa. EKKI draga fyrir glugga.
6. Stranglega bannað að vera með einnota útigrill á svölum eða annann opinn eld.
7. Reykingar og húsdýrahald er stranglega bannað í öllum íbúðum og varðar við brottvísun.
8. Muna að skila öllum lyklum til félagsins að dvöl lokinni nema aukalykli sem á að skilja eftir í íbúðum í Reykjavík og Akureyri.
Ólæti og hávaði er BANNAÐUR í íbúðum/sumarhúsum Verk Vest !
Félagsmaður/leigutaki ber ábyrgð á íbúð og húsbúnaði meðan á dvöl stendur. Verk Vest áskilur sér rétt til að beita sektargjöldum vegna brota á umgengnisreglum.
Félagsmaður er ábyrgur ef skemmdir eru unnar á íbúð eða húsbúnaði.
Minniháttar viðgerðir á íbúð og húsbúnaði er heimil á leigutíma.
Félagsmaður nýtir sjálfur íbúð/bústað og er framsal á leigusamning með öllu óheimil. Félagsmaður sem uppvís er af framsali leigusamnings verður meinaður aðgangur að íbúðum félagsins og verður sektargreiðslu beitt.
Gerum dvölina í orlofsíbúðum okkar sem ánægjulegasta með því að skilja við íbúðina eins og við viljum koma að henni.
Þrátt fyrir breyttar umgengnisreglur í Reykjavík eiga félagsmenn að skila íbúðum snyrtilegum og í góðu ástandi eins og við viljum sjálf koma að þeim.