Fyrir atvinnurekendur


Er félagafrelsi á vinnumarkaði?

Mikill misskilningur er á almennum vinnumarkaði um hugtakið félagafrelsi og hvort einstaklingar geti valið sér stéttarfélag eftir geðþótta þvert á félagssvæði og jafnvel kjarasamninga. Á liðnum misserum hefur þess orðið vart að atvinnurekendur taki sér sjálfdæmi um það til hvaða stéttarfélaga þeir skila félagsgjöldum og öðrum kjarasamningsbundnum iðgjöldum vegna starfsmanna sinna.

 

Með þessum hætti hafa atvinnurekendur haft að engu ákvæði laga sem og lög einstakra stéttarfélaga innan ASÍ hvað varðar félagssvæði þeirra og bera fyrir sig frelsi starfsmanna til þess að velja sér stéttafélag. Verk Vest vill því ítreka eftirfarandi:

 

  • Launafólki ber skylda lögum samkvæmt til þess að greiða iðgjald til stéttarfélaga en er frjálst að standa utan félagsins og taka ekki þátt í félagslegri starfsemi þess. Atvinnurekendum ber skylda til að tryggja að iðgjaldi af launum starfsmanns sé skilað til stéttarfélags.
  • Iðgjald ber að greiða til þess stéttarfélags sem gerir kjarasamning þann sem tekur til viðkomandi starfs á viðkomandi félagssvæði. Starfsmenn og atvinnurekendur geta því ekki valið til hvaða félags iðgjaldi er skilað. Atvinnurekanda ber að tryggja að iðgjöldum sé skilað til rétts stéttarfélags.
  • Sé iðgjöldum ekki skilað eða ekki skilað til þess félags sem hefur umboð á félagssvæðinu, getur Verk Vest ekki aðstoðað starfsmann og tryggt réttindi hans komi upp ágreiningur við atvinnurekanda.

 

Sjá ítarlegri umfjöllun á heimasíðu félagsins https://verkvest.is/pistlar/Um_felagsadild_og_skilgreiningu_a_felagafrelsi_skv_stjornarskra/ 

 


Fiskvinnsla


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.