Grunnupplýsingar um félagið

Samningssvið Verkalýðsfélags Vestfirðinga nær til verkafólks, þar með talið ófaglært starfsfólk ríkis og sveitarfélaga, iðnverkafólks, iðnaðarmanna, verslunarmanna og sjómanna. Félagssvæðið er allir Vestfirðir, að Hrútafirði og Bolungarvík undanskildum. Verslunar- og skrifstofufólk í Bolungarvík er þó í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga. Málmiðnaðarmenn á Ísafirði heyra ekki undir Verk-Vest, þeir hafa sérstakt félag, Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði. 

Stéttarfélagsnúmer Verkalýðsfélags Vestfirðinga er 225.

Iðgjöld til félagsins má greiða inn á eftirfarandi reikninga:

Landsbankinn 0156-26-15534
Sparisjóður Strandamanna 1161-26-400

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.